Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 19:27 Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00