Opinberar Kylie óléttuna á skjánum? Ritstjórn skrifar 11. janúar 2018 21:00 Glamour/Getty Er Kylie Jenner, yngsta Kardashian systirin og snyrtivöruframleiðandi, ólétt eða ekki? Þetta hefur verið spurningin í fjölmiðlum undanfarna 4 mánuði eða svo en enginn fengist til að svara fyrir sögusagnirnar. Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar, og þeir eru nokkrir, tóku því andköf þegar þeir sáu stiklu úr nýjasta þætti raunveruleikaseríunnar. Þátturinn hefur verið klipptur í tvo þætti þar sem lofað er stórum fréttum úr herbúðum fjölskyldunnar. Þættirnir tveir verða sýndir um helgina á sjónvarpsstöðinni E! Það er nokkuð ljóst að einhver tilkynning mun eiga sér stað í þessum tveimur þáttum en hvort að verið sé að svipta hulunni af enn einni óléttunni hjá einni frægustu fjölskyldu í heimi verða aðdáendur að bíða og sjá. Þættirnir munu eflaust fá gott áhorf eftir þessa dramatísku stiklu. Kylie Jenner er í sambandi með tónlistarmanninum Travis Scott en systur hennar Kim og Khloé eiga von á sér á þessu ári. Nokkuð er síðan Kylie Jenner sást opinberlega og þá þótti það ýta verulega undir sögusagnirnar þegar hana var ekki að finna á árlegu jólakorti Kardashian fjölskyldunnar. Mest lesið Átta trend sem eru ómissandi á útihátíðum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Verst klæddu stjörnurnar á VMA hátíðinni Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Smekklegir gestir hjá Stellu Glamour Hvar er Kalli? Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour
Er Kylie Jenner, yngsta Kardashian systirin og snyrtivöruframleiðandi, ólétt eða ekki? Þetta hefur verið spurningin í fjölmiðlum undanfarna 4 mánuði eða svo en enginn fengist til að svara fyrir sögusagnirnar. Aðdáendur Kardashian fjölskyldunnar, og þeir eru nokkrir, tóku því andköf þegar þeir sáu stiklu úr nýjasta þætti raunveruleikaseríunnar. Þátturinn hefur verið klipptur í tvo þætti þar sem lofað er stórum fréttum úr herbúðum fjölskyldunnar. Þættirnir tveir verða sýndir um helgina á sjónvarpsstöðinni E! Það er nokkuð ljóst að einhver tilkynning mun eiga sér stað í þessum tveimur þáttum en hvort að verið sé að svipta hulunni af enn einni óléttunni hjá einni frægustu fjölskyldu í heimi verða aðdáendur að bíða og sjá. Þættirnir munu eflaust fá gott áhorf eftir þessa dramatísku stiklu. Kylie Jenner er í sambandi með tónlistarmanninum Travis Scott en systur hennar Kim og Khloé eiga von á sér á þessu ári. Nokkuð er síðan Kylie Jenner sást opinberlega og þá þótti það ýta verulega undir sögusagnirnar þegar hana var ekki að finna á árlegu jólakorti Kardashian fjölskyldunnar.
Mest lesið Átta trend sem eru ómissandi á útihátíðum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Verst klæddu stjörnurnar á VMA hátíðinni Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Smekklegir gestir hjá Stellu Glamour Hvar er Kalli? Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour