Moon segir Trump eiga miklar þakkir skildar 11. janúar 2018 07:00 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, er sagður feta þröngan stíg. Nordicphotos/AFP Vísir/afp Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira