#metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:30 Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu. MeToo Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu.
MeToo Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira