Lögreglan þurfti að rjúka á vettvang vegna tannkremsdeilu samleigjenda Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2018 16:09 Maðurinn snöggreiddist þegar samleigjandinn vildi ekki lána honum tannkrem. Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á dögunum kölluð út vegna tannkremsdeilu samleigjenda. Lögreglan greinir skilmerkilega frá málinu á Facebook-síðu sinni en þar segir að stundum sé erfitt að vita með fullkominni vissu um alvarleika mála fyrr en á vettvang er komið þegar kemur að fjölbreyttum verkefnum lögreglu. Í þessu tiltekna máli barst lögreglunni símtal úr heimahúsi þar sem tilkynnt var um ofbeldisverknað. Tveir lögreglumenn fóru á staðinn en á heimilinu hafði slegið í brýnu milli tveggja samleigjenda og annar slegið hinn tvívegis í öxlina. „Átökin voru yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang og engir áverkar sjáanlegir, né var vilji til að leggja fram kæru í málinu. Ofbeldismaðurinn var fullur iðrunar og vildi biðjast afsökunar á gjörðum sínum og sagði að upphaf málsins mætti rekja til tannkremstúpu á baðherbergi heimilisins,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar. Við frekari spurningar lögreglumanna sagðist sá sem veittist að samleigjanda sínum hafa ætlað að bursta í sér tennurnar fyrir svefninn en þá uppgötvað að tannkremið var búið. Hann bað samleigjandann um að lána sér tannkrem en samleigjandi harðneitaði og vildi ekki láta tannkremstúpuna af hendi. Við það snöggreiddist sá sem bað um tannkremið með fyrrgreindum afleiðingum. „Eftir að verkefni lögreglumannanna var lokið á vettvangi hafði annar þeirra á orði við hinn að þetta hlyti nú að hafa verið mjög dýrt tannkrem fyrst að ekki var hægt að fá lánað smávegis af því, án þess þó að í því fælist einhver viðurkenning á viðbrögðum ofbeldismannsins enda voru þau það alls ekki,“ segir lögreglan í Facebook-færslunni. Lögreglumál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á dögunum kölluð út vegna tannkremsdeilu samleigjenda. Lögreglan greinir skilmerkilega frá málinu á Facebook-síðu sinni en þar segir að stundum sé erfitt að vita með fullkominni vissu um alvarleika mála fyrr en á vettvang er komið þegar kemur að fjölbreyttum verkefnum lögreglu. Í þessu tiltekna máli barst lögreglunni símtal úr heimahúsi þar sem tilkynnt var um ofbeldisverknað. Tveir lögreglumenn fóru á staðinn en á heimilinu hafði slegið í brýnu milli tveggja samleigjenda og annar slegið hinn tvívegis í öxlina. „Átökin voru yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang og engir áverkar sjáanlegir, né var vilji til að leggja fram kæru í málinu. Ofbeldismaðurinn var fullur iðrunar og vildi biðjast afsökunar á gjörðum sínum og sagði að upphaf málsins mætti rekja til tannkremstúpu á baðherbergi heimilisins,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar. Við frekari spurningar lögreglumanna sagðist sá sem veittist að samleigjanda sínum hafa ætlað að bursta í sér tennurnar fyrir svefninn en þá uppgötvað að tannkremið var búið. Hann bað samleigjandann um að lána sér tannkrem en samleigjandi harðneitaði og vildi ekki láta tannkremstúpuna af hendi. Við það snöggreiddist sá sem bað um tannkremið með fyrrgreindum afleiðingum. „Eftir að verkefni lögreglumannanna var lokið á vettvangi hafði annar þeirra á orði við hinn að þetta hlyti nú að hafa verið mjög dýrt tannkrem fyrst að ekki var hægt að fá lánað smávegis af því, án þess þó að í því fælist einhver viðurkenning á viðbrögðum ofbeldismannsins enda voru þau það alls ekki,“ segir lögreglan í Facebook-færslunni.
Lögreglumál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði