Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:47 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið á vef DV. Upphaflega voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Öðrum þeirra var sleppt í liðinni viku en hinn úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.Fréttablaðið greindi svo frá því á laugardaginn að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Maðurinn situr hins vegar nú í gæsluvarðhaldi hér heima vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu auk þriðja mannsins sem einnig sætir vikulöngu gæsluvarðhaldi. Margeir vildi aðspurður ekki fara út í það hversu mikið magn fíkniefna málið snýst um eða um hvaða efni er að ræða. Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í stórum skákmunum og fór lögreglan meðal annars í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands vegna málsins. Starfsmenn sambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47 Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið á vef DV. Upphaflega voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Öðrum þeirra var sleppt í liðinni viku en hinn úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.Fréttablaðið greindi svo frá því á laugardaginn að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Maðurinn situr hins vegar nú í gæsluvarðhaldi hér heima vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu auk þriðja mannsins sem einnig sætir vikulöngu gæsluvarðhaldi. Margeir vildi aðspurður ekki fara út í það hversu mikið magn fíkniefna málið snýst um eða um hvaða efni er að ræða. Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í stórum skákmunum og fór lögreglan meðal annars í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands vegna málsins. Starfsmenn sambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47 Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47
Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30