Rúnar: Eina leiðin fyrir íslenska þjálfara að komast út er að þekkja einhvern Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 11:00 Rúnar Kristinsson er kominn heim í KR. vísir/anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn