Hlýnun ógnar Þingvallasilungi Baldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Hilmar Malmquist líffræðingur kynnir niðurstöður sínar í HÍ síðdegis. vísir/arnþór „Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira