Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum. Flóttamenn Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum.
Flóttamenn Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira