Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:45 Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig. Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að regluverk bindi oft hendur stofnanna þegar kemur að málefnum ungra fíkla þar sem ekki sé leyfilegt að bera persónugögn á milli. Er það jafnvel þess valdandi að einstaklingar í neyslu fá ekki aðstoð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að minnsta kosti fjórir hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna og/eða lyfseðilsskyldra lyfja á þeim 28 dögum sem liðnir eru af árinu 2018. Fimmta andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Forstjóri Sjúkrahússins á Vogi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar vanda ungra fíkla fara vaxandi og að stjórnvöld verði að fara bregðast við þeirri þróun virðist vera eiga sér stað. Þessu er deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sammála. „Það er þannig að við erum allavega að sjá breytingar á markaði. Við erum að sjá meira af sterkari efnum í gangi og þá jafn hjá yngri hópum sem og þeim eldri,“ segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur og deildarstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig segir að löggæsluyfirvöld hafi eftir fremsta megni reynda að bregðast við þróuninni með sértækari aðgerðum í forvarnarstarfi. „Til dæmist höfum við verið með sérstakan starfsmann sem er að styðja við ungmenni sem hafa verið að strjúka úr meðferð. Við höfum líka verið inni á lögreglustöðvunum að reyna færa okkur nær borgurunum og nær hverfunum en auðvitað er það þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Rannveig. Rannveig tekur einnig undir orð forstjóra Sjúkrahússins á Vogi að auðvelda þurfi stofnunum að vinna saman í málefnum ungra fíkla en lagaumhverfið bindur hendur sumra stofnanna varðandi upplýsingagjöf sem getur valdið því að neytendur fái ekki aðstoð. „Við megum kannski ekki alltaf vera vinna saman eins og stofnanir, held ég, vildu vera gera. Ég tel bara gríðarlega mikilvægt að sem flestir reyni að horfa á þetta sem sameiginlegt verkefni sem að við þurfum að sinna saman. Það er gríðarlegur vilji til samstarfs og við höfum verið að efla samstarfið með mörgum stofnunum en ég held að það megi alveg gera betur og tryggja betur þetta umhverfi sem við getum starfað saman í,“ segir Rannveig.
Lögreglumál Neytendur Tengdar fréttir Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51