Segir Ísland troðið af fíkniefnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:30 Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir. Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51