Útilokar ekki vegatolla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 12:16 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segist ekki útiloka að koma þurfi til vegatolla í framtíðinni. vísir/ernir Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki er útilokað að teknir verði upp vegatollar í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, en hann var gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, og að lokið sé við að að tvöfalda Reykjanesbraut og Suðurlandsveg að Selfossi. Að auki er möguleg tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný brú yfir Ölfusá inni í þessum tölum. „Hér er ég ekki að nefna Sundabraut sem kostar einhverja fimmtíu milljarða plús, borgarlínuna sem menn hafa verið að tala um sem eru sjötíu til áttatíu milljarðar fyrir utan önnur mannvirki sem þarf að gera hérna á höfuðborgarsvæðinu bara í venjulegri umferð,“ segir Sigurður Ingi. Uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er gríðarleg en Vegagerðin hefur 8,3 milljarða til þeirra verkefna á þessu ári en telur að það þurfi að minnsta kosti milljarð til viðbótar. Samgönguráðherra sagði að það þurfi heildarupphæð af þessari stærðargráðu í áratug til þess að ná utan um vegakerfið svo sómi sé af.Sigurður segir að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og útilokar ekki vegatolla í því samhengi. „Þetta verður í framtíðinni meira notendagjöld, afnotagjöld af tilteknum vegum. Einhvers konar veggjöld þar sem þú ert með einhvern kubb í bílnum og GPS og færð svo bara eins og símareikninginn í gamla daga eftir því hvaða kafla þú ert að aka og þeir eru misdýrir og svo færðu bara reikning eftir afnotum.“Á næstu tíu til fimmtán árum verður þá í auknum mæli horft til blandaðrar fjármögnunar. „Það er að segja að fara í meira mæli út í framkvæmdir eins og við gerðum með Hvalfjarðargöng. Það hefur verið regla að ef menn komast aðra leið og að þeir hafi valkost þá sé hægt að setja hluta af þessum framkvæmdum í flýtimeðferð gegn því að þær verði greiddar af notendunum.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki er útilokað að teknir verði upp vegatollar í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, en hann var gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, og að lokið sé við að að tvöfalda Reykjanesbraut og Suðurlandsveg að Selfossi. Að auki er möguleg tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný brú yfir Ölfusá inni í þessum tölum. „Hér er ég ekki að nefna Sundabraut sem kostar einhverja fimmtíu milljarða plús, borgarlínuna sem menn hafa verið að tala um sem eru sjötíu til áttatíu milljarðar fyrir utan önnur mannvirki sem þarf að gera hérna á höfuðborgarsvæðinu bara í venjulegri umferð,“ segir Sigurður Ingi. Uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er gríðarleg en Vegagerðin hefur 8,3 milljarða til þeirra verkefna á þessu ári en telur að það þurfi að minnsta kosti milljarð til viðbótar. Samgönguráðherra sagði að það þurfi heildarupphæð af þessari stærðargráðu í áratug til þess að ná utan um vegakerfið svo sómi sé af.Sigurður segir að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og útilokar ekki vegatolla í því samhengi. „Þetta verður í framtíðinni meira notendagjöld, afnotagjöld af tilteknum vegum. Einhvers konar veggjöld þar sem þú ert með einhvern kubb í bílnum og GPS og færð svo bara eins og símareikninginn í gamla daga eftir því hvaða kafla þú ert að aka og þeir eru misdýrir og svo færðu bara reikning eftir afnotum.“Á næstu tíu til fimmtán árum verður þá í auknum mæli horft til blandaðrar fjármögnunar. „Það er að segja að fara í meira mæli út í framkvæmdir eins og við gerðum með Hvalfjarðargöng. Það hefur verið regla að ef menn komast aðra leið og að þeir hafi valkost þá sé hægt að setja hluta af þessum framkvæmdum í flýtimeðferð gegn því að þær verði greiddar af notendunum.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira