Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. janúar 2018 22:54 Eyþór Arnalds er nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/sigurjón Eyþór Arnalds bar sigur úr bítum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú í kvöld og mun því leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann hlaut 2320 atkvæði af 3885 greiddum, eða sextíu prósent atkvæða. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins. „Ég er innilega þakklátur og með von um að þetta viti á gott í vor. Það er mikil gleði hérna á skrifstofunni og þeir sem voru að vinna í baráttunni eru mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún er náttúrulega framar öllum vonum. Ég held að ég geti sagt að ég gerði mér engar vonir um að fara svona hátt. Hann segir að það væri óraunhæft að stefna svona hátt í prófkjörinu. „Það voru fimm aðilar að takast á og ég er bara þakklátur bæði fyrir þennan stuðning en fyrst og fremst er þetta ákall um breytingar í borginni. Það sem ég heyrði alls staðar í öllum hverfunum var að fólk vildi breytingar, fyrst breytingar á Sjálfstæðisflokkinum og svo breytingar á borginni,“ segir Eyþór.Hvernig metur þú líkur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor í ljósi þessarar niðurstöðu? „Það eru góðar líkur á að hann komist í meirihluta og vinni kosningasigur í vor. Þetta framboð ætlar að hlusta á fólkið og tala skýrri röddu um lausnir. Það er það sem ég heyri að fólk vill.“ Aðspurður um áherslumál hans fyrir kosningarnar sagði hann að í fyrsta lagi yrði að leysa umferðarvandann í borginni. „Hann verður sífellt verri ár frá ári og það þarf að fara í raunhæfar lausnir þannig að það taki ekki 45 mínútur að skutla barni. Í öðru lagi að hafa framboð á húsnæði og lóðum þannig að húsnæði sé ekki of dýrt fyrir fólk. Númer þrjú að leikskólar séu mannaðir þannig að ekki þurfi að senda börnin heim og í fjórða lagi að vinna að enn betri grunnskóla. Og kannski fimmta atriði sem er mikilvægt er að minnka stjórnkerfið. Minnka kostnað, minnka flækjustig og stytta boðleiðir.“ Eyþór hefur búið í sveitarfélaginu Árborg áður en býr nú í Reykjavík. „Ég bý í Reykjavík og hef búið þar í tvö ár. Ég er alinn upp í Árbænum, hef búið í vesturbæ og Grafarholti og er þakklátur fyrir það.“Gild atkvæði í prófkjörinu voru 3826 talsins.Vísir/SigurjónStígur út úr rekstri fjölmiðla Eyþór er stærsti hluthafi Árvakurs en hann sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku að hann væri þeirrar skoðunar að hann ætti að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla næði hann kjöri í borginni. Aðspurður nú í kvöld hvort hann myndi standa við þessi orð sagði hann einfaldega já. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds á dögunum af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en að mati Össurar er ekki til ömurlegra og valdaminna hlutskipti en að leiða minnihluta í borgarstjórn í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. „Össur er skemmtilegur en hann hefur náttúrulega umhyggju fyrir Samfylkingunni og þess vegna vildi hann alls ekki að ég færi í framboð.“Áslaug önnur Eyþór fékk 2320 greiddra atkvæða í prófkjörinu en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen 65 atkvæði. Talin atkvæði voru samtals 3826 og voru auðir og ógildir atkvæðaseðlar 59 talsins, því voru samtals 3885 greidd atkvæði. Kosningar 2018 Stj.mál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47 Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54 Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Innlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Eyþór Arnalds bar sigur úr bítum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú í kvöld og mun því leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann hlaut 2320 atkvæði af 3885 greiddum, eða sextíu prósent atkvæða. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins. „Ég er innilega þakklátur og með von um að þetta viti á gott í vor. Það er mikil gleði hérna á skrifstofunni og þeir sem voru að vinna í baráttunni eru mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún er náttúrulega framar öllum vonum. Ég held að ég geti sagt að ég gerði mér engar vonir um að fara svona hátt. Hann segir að það væri óraunhæft að stefna svona hátt í prófkjörinu. „Það voru fimm aðilar að takast á og ég er bara þakklátur bæði fyrir þennan stuðning en fyrst og fremst er þetta ákall um breytingar í borginni. Það sem ég heyrði alls staðar í öllum hverfunum var að fólk vildi breytingar, fyrst breytingar á Sjálfstæðisflokkinum og svo breytingar á borginni,“ segir Eyþór.Hvernig metur þú líkur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor í ljósi þessarar niðurstöðu? „Það eru góðar líkur á að hann komist í meirihluta og vinni kosningasigur í vor. Þetta framboð ætlar að hlusta á fólkið og tala skýrri röddu um lausnir. Það er það sem ég heyri að fólk vill.“ Aðspurður um áherslumál hans fyrir kosningarnar sagði hann að í fyrsta lagi yrði að leysa umferðarvandann í borginni. „Hann verður sífellt verri ár frá ári og það þarf að fara í raunhæfar lausnir þannig að það taki ekki 45 mínútur að skutla barni. Í öðru lagi að hafa framboð á húsnæði og lóðum þannig að húsnæði sé ekki of dýrt fyrir fólk. Númer þrjú að leikskólar séu mannaðir þannig að ekki þurfi að senda börnin heim og í fjórða lagi að vinna að enn betri grunnskóla. Og kannski fimmta atriði sem er mikilvægt er að minnka stjórnkerfið. Minnka kostnað, minnka flækjustig og stytta boðleiðir.“ Eyþór hefur búið í sveitarfélaginu Árborg áður en býr nú í Reykjavík. „Ég bý í Reykjavík og hef búið þar í tvö ár. Ég er alinn upp í Árbænum, hef búið í vesturbæ og Grafarholti og er þakklátur fyrir það.“Gild atkvæði í prófkjörinu voru 3826 talsins.Vísir/SigurjónStígur út úr rekstri fjölmiðla Eyþór er stærsti hluthafi Árvakurs en hann sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í síðustu viku að hann væri þeirrar skoðunar að hann ætti að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla næði hann kjöri í borginni. Aðspurður nú í kvöld hvort hann myndi standa við þessi orð sagði hann einfaldega já. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds á dögunum af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en að mati Össurar er ekki til ömurlegra og valdaminna hlutskipti en að leiða minnihluta í borgarstjórn í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. „Össur er skemmtilegur en hann hefur náttúrulega umhyggju fyrir Samfylkingunni og þess vegna vildi hann alls ekki að ég færi í framboð.“Áslaug önnur Eyþór fékk 2320 greiddra atkvæða í prófkjörinu en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen 65 atkvæði. Talin atkvæði voru samtals 3826 og voru auðir og ógildir atkvæðaseðlar 59 talsins, því voru samtals 3885 greidd atkvæði.
Kosningar 2018 Stj.mál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47 Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54 Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Innlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni velja sér leiðtoga í dag Kjörstaðir í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík opna kl. 10. 27. janúar 2018 07:47
Eyþór með rúmlega sextíu prósent Eyþór Arnalds er með 886 atkvæði af þeim 1400 sem talin hafa verið samkvæmt fyrstu tölum í leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. 27. janúar 2018 18:54
Góð kjörsókn í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins Um þrjú hundruð manns höfðu greitt atkvæði þegar kjörstaðir höfðu verið opnir í klukkutíma í morgun. 27. janúar 2018 13:41