Varaformaður VG vill að Sigríður segi af sér Hersir Aron Ólafsson skrifar 27. janúar 2018 20:30 Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér. Hann skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. Komandi sveitarstjórnarkosningar voru megin viðfangsefni fundarins sem settur var á Grand hóteli í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu í upphafi dags og fór um víðan völl. Hún vék meðal annars að hrottalegri árás á hælisleitanda á Litla Hrauni og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna. „Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólki eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál?“ sagði Katrín. Varaformaðurinn Edward Huijbens hélt hins vegar opnunarerindi fundarins. Þar var hann ómyrkur í máli og sagði meðal annars að farið væri að hitna undir Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þó þyrfti að gæta þess að kynda ekki of hratt í bálinu. „Svo það eldist nú allt vel og brenni ekki, þá er gott að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur.Ertu að ýja að einhverju? Ætti hún að segja af sér? „Já mér þætti það nú eðlilegt,“ sagði Edward svo við Stöð 2 í dag. „Ef ég segi það fyrir mína parta. En það er eiginlega hennar að sjá um það, hennar flokks og hennar flokksformanns sérstaklega að sjá um það.“ Katrín sagði þetta mál ekki hafa verið áberandi á fundinum. „Enda lá það ljóst fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf, þá lá að sjálfsögðu fyrir það nefndarálit, sem ég lagði fram ásamt öðrum í vor, við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þá lá fyrir Héraðsdómur. Þannig að stóru línurnar lágu fyrir. Það breytir því ekki að auðvitað tökum við þennan hæstaréttardóm alvarlega.“ Þau telja þó hvorugt rétt að krefjast afsagnar Sigríðar þvert á vilja Sjálfstæðismanna. Réttara sé að málið fái sína meðferð hjá þingnefnd og eftir atvikum, hjá Umboðsmanni Alþingis. Edward var þó beinskeyttur í garð kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. „Erum við sátt við það að kjósa til þings fólk sem er að fara á svig við lög og reglur og er með alls kyns pukur og makk í farteskinu? Á alltaf að kjósa það bara?“ Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér. Hann skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. Komandi sveitarstjórnarkosningar voru megin viðfangsefni fundarins sem settur var á Grand hóteli í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu í upphafi dags og fór um víðan völl. Hún vék meðal annars að hrottalegri árás á hælisleitanda á Litla Hrauni og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna. „Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólki eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál?“ sagði Katrín. Varaformaðurinn Edward Huijbens hélt hins vegar opnunarerindi fundarins. Þar var hann ómyrkur í máli og sagði meðal annars að farið væri að hitna undir Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þó þyrfti að gæta þess að kynda ekki of hratt í bálinu. „Svo það eldist nú allt vel og brenni ekki, þá er gott að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur.Ertu að ýja að einhverju? Ætti hún að segja af sér? „Já mér þætti það nú eðlilegt,“ sagði Edward svo við Stöð 2 í dag. „Ef ég segi það fyrir mína parta. En það er eiginlega hennar að sjá um það, hennar flokks og hennar flokksformanns sérstaklega að sjá um það.“ Katrín sagði þetta mál ekki hafa verið áberandi á fundinum. „Enda lá það ljóst fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf, þá lá að sjálfsögðu fyrir það nefndarálit, sem ég lagði fram ásamt öðrum í vor, við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þá lá fyrir Héraðsdómur. Þannig að stóru línurnar lágu fyrir. Það breytir því ekki að auðvitað tökum við þennan hæstaréttardóm alvarlega.“ Þau telja þó hvorugt rétt að krefjast afsagnar Sigríðar þvert á vilja Sjálfstæðismanna. Réttara sé að málið fái sína meðferð hjá þingnefnd og eftir atvikum, hjá Umboðsmanni Alþingis. Edward var þó beinskeyttur í garð kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. „Erum við sátt við það að kjósa til þings fólk sem er að fara á svig við lög og reglur og er með alls kyns pukur og makk í farteskinu? Á alltaf að kjósa það bara?“
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46