Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 18:51 Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður. Lögreglumál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður.
Lögreglumál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira