Wozniacki vann loksins sitt fyrsta risamót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2018 12:30 Caroline Wozniacki með sigurlaunin sín í morgun. Vísir/Getty Hin danska Caroline Wozniacki vann í morgun sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis er hún bar sigur úr býtum á Opna ástralska mótinu. Um leið tryggði hún sér efsta sæti heimslistans í tennis. Wozniacki hafði betur gegn Simona Halep frá Rúmeníu í úrslitaviðureign mótsins. Hún vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, en Halep svaraði fyrir sig og vann það næsta, 6-3. Taugar Wozniacki reyndust þó sterkari undir lokin og fagnaði Daninn sigri, 6-4, í oddasettinu. Þetta var í 43. sinn sem hún tekur þátt í risamóti í tennis en hennar fyrsti sigur, sem fyrr segir. Uppgangur hennar hefur þar að auki verið mikill undanfarna mánuði en fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan var hún dottin niður í 74. sæti heimslistans í tennis. Hún hefur þó áður verið í efsta sæti heimslistans og komst í sinn fyrsta úrslitaleik á risamóti fyrir níu árum síðan. „Mig hefur dreymt um þetta augnablik í svo langan tíma. Og nú í dag hefur draumurinn loksins ræst,“ sagði hún eftir sigurinn í morgun. Wozniacki og Halep munu hafa sætaskipti þegar sú fyrrnefnda tekur efsta sæti heimslistans af Halep, sem fellur niður í annað sætið. Halep hefur enn ekki afrekað að vinna risamótstitil. Wozniacki er fyrsti danski tennisleikarinn sem vinnur risamót í tennis. Tennis Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira
Hin danska Caroline Wozniacki vann í morgun sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis er hún bar sigur úr býtum á Opna ástralska mótinu. Um leið tryggði hún sér efsta sæti heimslistans í tennis. Wozniacki hafði betur gegn Simona Halep frá Rúmeníu í úrslitaviðureign mótsins. Hún vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, en Halep svaraði fyrir sig og vann það næsta, 6-3. Taugar Wozniacki reyndust þó sterkari undir lokin og fagnaði Daninn sigri, 6-4, í oddasettinu. Þetta var í 43. sinn sem hún tekur þátt í risamóti í tennis en hennar fyrsti sigur, sem fyrr segir. Uppgangur hennar hefur þar að auki verið mikill undanfarna mánuði en fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan var hún dottin niður í 74. sæti heimslistans í tennis. Hún hefur þó áður verið í efsta sæti heimslistans og komst í sinn fyrsta úrslitaleik á risamóti fyrir níu árum síðan. „Mig hefur dreymt um þetta augnablik í svo langan tíma. Og nú í dag hefur draumurinn loksins ræst,“ sagði hún eftir sigurinn í morgun. Wozniacki og Halep munu hafa sætaskipti þegar sú fyrrnefnda tekur efsta sæti heimslistans af Halep, sem fellur niður í annað sætið. Halep hefur enn ekki afrekað að vinna risamótstitil. Wozniacki er fyrsti danski tennisleikarinn sem vinnur risamót í tennis.
Tennis Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira