Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2018 08:30 Bombardier CS-300-þota lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi haustið 2016. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps Bandaríkjaforseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu kanadísku Bombardier flugvélaverksmiðjanna, CS-línuna. Úrskurðinum er fagnað í höfuðstöðvum Bombardier í Montreal. „Þetta er sigur fyrir nýsköpun, samkeppni og réttarríkið,“ sagði Bombardier í yfirlýsingu. Þetta væri einnig sigur fyrir bandarísk flugfélög og bandarískan almenning. Úrskurðinum var einnig ákaft fagnað á Norður-Írlandi þar sem eittþúsund manns vinna við smíði vængja þotunnar í verksmiðju Bombardier í Belfast. Viðskiptastríð var í uppsiglingu milli Kanada og Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna málsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Davos í Sviss. May fagnaði úrskurðinum í gær, þetta væru góðar fréttir fyrir breskan iðnað. Bandarísku Boeing-verksmiðjurnar kvörtuðu undan Bombardier síðastliðið vor og sögðu fyrirtækið njóta óeðlilegra ríkisstyrkja eftir að Delta, næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, keypti 75 Bombardier-þotur. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna komst hins vegar að þeirri einróma niðurstöðu, með fjórum atkvæðum gegn engu, að Bombardier-þotan skaðaði ekki bandaríska framleiðslu og féllst á þau rök Delta að Boeing byði ekki upp á sambærilegan valkost við Bombardier-þotuna, í stærðarflokknum 100-150 sæta vélar. Stöð 2 fjallaði um málið í lok desember. Hér má sjá þá frétt en þar sést Bombardier-þota í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli: Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps Bandaríkjaforseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu kanadísku Bombardier flugvélaverksmiðjanna, CS-línuna. Úrskurðinum er fagnað í höfuðstöðvum Bombardier í Montreal. „Þetta er sigur fyrir nýsköpun, samkeppni og réttarríkið,“ sagði Bombardier í yfirlýsingu. Þetta væri einnig sigur fyrir bandarísk flugfélög og bandarískan almenning. Úrskurðinum var einnig ákaft fagnað á Norður-Írlandi þar sem eittþúsund manns vinna við smíði vængja þotunnar í verksmiðju Bombardier í Belfast. Viðskiptastríð var í uppsiglingu milli Kanada og Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna málsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Davos í Sviss. May fagnaði úrskurðinum í gær, þetta væru góðar fréttir fyrir breskan iðnað. Bandarísku Boeing-verksmiðjurnar kvörtuðu undan Bombardier síðastliðið vor og sögðu fyrirtækið njóta óeðlilegra ríkisstyrkja eftir að Delta, næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, keypti 75 Bombardier-þotur. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna komst hins vegar að þeirri einróma niðurstöðu, með fjórum atkvæðum gegn engu, að Bombardier-þotan skaðaði ekki bandaríska framleiðslu og féllst á þau rök Delta að Boeing byði ekki upp á sambærilegan valkost við Bombardier-þotuna, í stærðarflokknum 100-150 sæta vélar. Stöð 2 fjallaði um málið í lok desember. Hér má sjá þá frétt en þar sést Bombardier-þota í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli:
Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent