Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 19:18 Afstaða til Borgarlínunnar er breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. borgarlinan.is Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að á bilinu 52 til 53 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en tæplega 25 prósent andvíg. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.Að því er fram kemur í frétt á vef Maskínu um könnunina eru karlar andvígari Borgarlínunni en konur. Þannig eru tæplega 34 prósent karla andvíg en aðeins rúmlega 15 prósent kvenna. Þó eru bæði kynin frekari hlynntari en andvíg Borgarlínunni. „Þá er afstaða til Borgarlínunnar einnig breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari Borgarlínunni en aðrir Íslendingar þegar þjóðinni er skipt í tvo hópa. Sjá má að um 60% Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni en hartnær fjórðungur andvígur. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa hafa sótt skóla skemur. Að lokum er afstaða til Borgarlínunnar mjög breytileg eftir stjórnmálaskoðun en aðeins um 25-39% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru hlynnt henni á meðan um 67-85% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt henni. Svarendur voru 1974 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (panell) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 18.- 25. janúar 2018,“ segir á vef Maskínu. Borgarlína Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að á bilinu 52 til 53 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en tæplega 25 prósent andvíg. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.Að því er fram kemur í frétt á vef Maskínu um könnunina eru karlar andvígari Borgarlínunni en konur. Þannig eru tæplega 34 prósent karla andvíg en aðeins rúmlega 15 prósent kvenna. Þó eru bæði kynin frekari hlynntari en andvíg Borgarlínunni. „Þá er afstaða til Borgarlínunnar einnig breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari Borgarlínunni en aðrir Íslendingar þegar þjóðinni er skipt í tvo hópa. Sjá má að um 60% Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni en hartnær fjórðungur andvígur. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa hafa sótt skóla skemur. Að lokum er afstaða til Borgarlínunnar mjög breytileg eftir stjórnmálaskoðun en aðeins um 25-39% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru hlynnt henni á meðan um 67-85% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt henni. Svarendur voru 1974 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (panell) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 18.- 25. janúar 2018,“ segir á vef Maskínu.
Borgarlína Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44
Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15
Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30