Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 23:29 Mótmælandi heldur á mynd sem sýnir Frelsisstyttuna faðma að sér innflytjanda fyrir utan þinghús Bandaríkjanna. Almennur stuðningur er fyrir því að fólk sem var flutt til landsins ólöglega sem börn fái að búa þar áfram. Vísir/AFP Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don]. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don].
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36