Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 06:30 Óli Björn Kárason var málshefjandi í umræðum um stöðu einkarekinna fjölmiðla í gær. vísir/Ernir „Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira