Það er þvert á yfirlýsingar þjálfara Gunnars, John Kavanagh, sem sagði í gær að þeim hefði verið boðið að fá aðalbardagann í London þann 17. mars.
Chamatkar Sandhu hjá MMAjunkie segir á Twitter-síðu sinni í dag að hann hafi rætt við Till í morgun og sagðist Till ekki hafa fengið boð frá UFC um þennan bardaga. Hann tjáði Sandhu enn fremur að hann hefði fengið boð um að berjast gegn Stephen Thompson í apríl.
I spoke to Darren Till this morning who told me the UFC haven't offered him the Gunnar Nelson for the #UFCLondon main event. Then we also have this Instagram post from Michael Bisping.https://t.co/63a2rlRtqApic.twitter.com/YoXQrpIYzz
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) January 25, 2018
Englendingurinn Michael Bisping virðist aftur á móti hafa augastað á þessu kvöldi og gaf því undir fótinn á Instagram í morgun að hann væri til í að taka sinn síðasta bardaga á ferlinum í London. Bardagi með Bisping er því möguleiki sem aðalbardagi fari svo að Gunnar og Till berjist ekki eftir allt saman.