Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ 25. janúar 2018 09:00 Gunnar Nelson gæti barist í Lundúnum annað árið í röð. Mynd/Mjölnir/Sóllilja Baltasars Eins og kom fram í gærkvöldi vill UFC-bardagasambandið að Gunnar Nelson mæti Englendingnum Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. Gunnar er búinn að samþykkja að berjast umrætt kvöld en beðið er eftir því að Till samþykki svo báðir aðilar geti hafist handa við undirbúning sem og UFC geti farið að gera allt klárt. Gunnar barðist síðast í Glasgow í Skotlandi síðasta sumar og tapaði þá á umdeilanlegan hátt gegn augnpotaranum argentínska Santiago Ponzinibbio. „Sean Shelby [maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, innsk. blm] bauð okkur þetta í gær og við sögðum já. Mér skilst að Till og hans menn séu eitthvað að draga fæturnar í þessu sem er undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar frá honum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf — Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 Eins og sást í tísti Johns Kavanagh, þjálfara Gunnars, í gærkvöldi hafa Till og Gunnar aðeins verið að æsa upp í hvorum öðrum á Twitter og því um að gera að mætast í búrinu og ganga frá sínum málum. Till átti von á „stærri“ bardaga en UFC vill að hann berjist við Stephen „Wonderboy“ Thompson sem er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyron Woodley. Thompson er aftur á móti meiddur og getur ekki barist. Í staðinn fær Till þarna frábært tækifæri til að berjast á heimavelli og segir Haraldur að það væri skrítið ef ekki verður af þessum bardaga. „Það væri mjög undarlegt að hafna þessu. Aðalbardaginn á UFC London er stærsti bardaginn í Evrópu á hverju ári,“ segir Haraldur Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Eins og kom fram í gærkvöldi vill UFC-bardagasambandið að Gunnar Nelson mæti Englendingnum Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. Gunnar er búinn að samþykkja að berjast umrætt kvöld en beðið er eftir því að Till samþykki svo báðir aðilar geti hafist handa við undirbúning sem og UFC geti farið að gera allt klárt. Gunnar barðist síðast í Glasgow í Skotlandi síðasta sumar og tapaði þá á umdeilanlegan hátt gegn augnpotaranum argentínska Santiago Ponzinibbio. „Sean Shelby [maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, innsk. blm] bauð okkur þetta í gær og við sögðum já. Mér skilst að Till og hans menn séu eitthvað að draga fæturnar í þessu sem er undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar frá honum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf — Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 Eins og sást í tísti Johns Kavanagh, þjálfara Gunnars, í gærkvöldi hafa Till og Gunnar aðeins verið að æsa upp í hvorum öðrum á Twitter og því um að gera að mætast í búrinu og ganga frá sínum málum. Till átti von á „stærri“ bardaga en UFC vill að hann berjist við Stephen „Wonderboy“ Thompson sem er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyron Woodley. Thompson er aftur á móti meiddur og getur ekki barist. Í staðinn fær Till þarna frábært tækifæri til að berjast á heimavelli og segir Haraldur að það væri skrítið ef ekki verður af þessum bardaga. „Það væri mjög undarlegt að hafna þessu. Aðalbardaginn á UFC London er stærsti bardaginn í Evrópu á hverju ári,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46