Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 22:30 Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn. Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn.
Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira