Spítalinn hefur aukið viðbúnað vegna þessa með því að kalla út starfsfólk og fjölga legurýmum eftir því sem kostur er. Vegna þessarar stöðu hefur framkvæmdastjórn spítalans fundað í dag og átt í nánu samráði við nágrannasjúkrahús, hjúkrunarheimili og velferðarráðuneytið vegna stöðunnar.
Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika.
Við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir því að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað í önnur úrræði svo sem á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina á Smáratorgi að aflokinni forskoðun.
Fólk er varað sérstaklega við mikilli hálku sem valdið hefur mörgum slysum í dag.