Mikil snjóflóðahætta á Austfjörðum Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 24. janúar 2018 12:57 Veðurstofan vaktar Seyðisfjörð sérstaklega vegna snjóflóðahættu. Vísir Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld Seyðisfjörður Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira