Stormur og mikil snjóflóðahætta Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2018 06:51 Það mun einna helst snjóa á norðan- og austanverðu landinu í dag. Vísir/Vilhelm Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri. Veður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Veðrið verður ekki kræsilegt á landinu í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s í öllum landshlutum. Því mun fylgja snjókoma og skafrenningur á norðanverðu landinu og slydda austast en þó gæti haldist nokkuð þurrt, og jafnvel bjart, sunnanlands. Gular viðvaranir eru nú í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austurland og Suðausturland.Eftir því sem líður á daginn mun þó draga úr vindstyrknum, einna síðast suðaustanlands þar sem búast má við að verði bálhvasst undir Vatnajökli með kröftugum hviðum, einkum frá Öræfum að Hamarsfirði. Þar fer ekki að lægja fyrr en seint í nótt að sögn Veðurstofunnar. Hitinn í dag verður nálægt frostmarki. Það mun svo lægja um allt land á morgun og kólna nokkuð skarpt, með stöku él norðaustantil en svo styttir upp þegar líður á kvöldið. Gert er svo ráð fyrir vaxandi suðaustanátt á föstudag með úrkomu sunnan- og austantil og dregur úr frosti.Rautt viðvörunarstigMikil snjóflóðahætta er nú á Austfjörðum, að mati Veðurstofunnar, og er rautt viðvörunarstig í gildi fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir norðaustan og norðan hvassviðri á svæðinu í dag með mikilli snjókomu og má búast við að snjóflóðahætta til fjalla aukist hratt í dag á meðan veðrið gengur yfir. Þannig geti snjóflóð fallið víða í bröttum brekkum. Þá er sögð töluverð snjóflóðahætta á Tröllaskaga, eða í nágrenni Siglufjarðar, og á norðanverðum Vestfjörðum. Reyndar hafa nokkur allstór flóð líka fallið að undanförnu á suðurfjörðunum, nánar tiltekið í Patreksfirði. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eða hvar snjóflóð kunna að hafa fallið í nótt, en það skýrist væntanlega í birtingu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.Á föstudag:Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina.Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark.Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.Á þriðjudag:Útlit fyrir norðaustlæga átt og stöku él fyrir norðan, en bjart sunnan heiða. Kólnar í veðri.
Veður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira