Fyrirmynd „Rosie the Riveter“ látin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 15:15 Naomi Parker Farley þekkja flestir sem Rosie the Riveter. Vísir/Getty Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“ Andlát Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“
Andlát Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira