Fyrirmynd „Rosie the Riveter“ látin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 15:15 Naomi Parker Farley þekkja flestir sem Rosie the Riveter. Vísir/Getty Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“ Andlát Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“
Andlát Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira