Yfir 200 erlendir gestir í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 19:45 Davíð Bjarni Björnsson og Kristofer Darri Finnsson keppa á Reykjavíkurleikunum. Mynd/BSÍ/Sportmyndir.is Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára. Átján erlendir dómarar koma einnig til landsins auk þjálfara og annars fylgdarliðs sem gerir heildarfjölda erlendra gesta í badminton vel yfir 200 manns frá 36 löndum. Landsliðsþjálfarar Íslands völdu 36 íslenska þátttakendur í mótið sem er stærsta landsliðsverkefni Badmintonsambandsins ár hvert. Badmintonmótið um næstu helgi er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Verðlaunafé mótsins er tíu þúsund dollarar eða yfir milljón í íslenskum krónum. Einnig verður keppt í badminton á seinni helgi leikanna en þá verður keppt í unglingaflokkum og þá er von á stórum hópi keppenda frá Færeyjum. Í einliðaleik kvenna eru fimm keppendur á topp 100 á heimslistanum. Efst og líklegust til sigurs er Kate Koo Fune frá Mauritius en hún er númer 73 í heiminum. Næst efst er Clara Azurmendi frá Spáni sem er númer 79 á heimslistanum. Eini Íslendingurinn sem kemst beint inní aðal mótið sem hefst á föstudag er Margrét Jóhannsdóttir en hún komst í undanúrslit á mótinu í fyrra. Hinar íslensku stelpurnar byrja í undankeppni mótsins á fimmtudag þar sem 24 stúlkur keppa um átta laus sæti í aðal mótinu. Rosario Maddaloni frá Ítalíu er talin líklegastur til sigurs í einliðaleik karla en hann vermir 65. sætið á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sam Parsson frá Englandi sem er númer 83 á sama lista er einnig talinn líklegur til afreka. Allir íslensku keppendurnir byrja í undankeppninni á fimmtudag en þar keppa 65 leikmenn um 8 laus sæti í aðal mótinu. Keppendur í tvíliða- og tvenndarleik eru einnig hátt skrifaðir á heimslistanum. Í tvíliðaleik karla koma tvö mjög sterk pör frá Skotlandi, Alexander Dunn og Adam Hall númer 52 og rétt á eftir þeim eða í sæti 63 eru Martin Campbell og Patrick Machugh. Í tvíliðaleik kvenna eru 2 pör á topp 100, skoska parið Julie Macpherson og Eleanor O’Donnell númer 66 í heiminum og frá Indlandi Kuhoo Garg og Ningshi Block Hazarika sem eru númer 96 á heimslistanum. Hæst skrifaða parið í tvenndarleik eru þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen frá Danmörku en þau eru í 90. sæti heimslistans. Keppni í badminton hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun og stendur til klukkan 17. Á föstudag verður spilað klukkan 9:00-22:30. Á laugardaginn verða áttaliða úrslit leikin klukkan 10:00-13:30 og undanúrslit klukkan 17:00-21:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag klukkan 10:00-13:00. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára. Átján erlendir dómarar koma einnig til landsins auk þjálfara og annars fylgdarliðs sem gerir heildarfjölda erlendra gesta í badminton vel yfir 200 manns frá 36 löndum. Landsliðsþjálfarar Íslands völdu 36 íslenska þátttakendur í mótið sem er stærsta landsliðsverkefni Badmintonsambandsins ár hvert. Badmintonmótið um næstu helgi er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Verðlaunafé mótsins er tíu þúsund dollarar eða yfir milljón í íslenskum krónum. Einnig verður keppt í badminton á seinni helgi leikanna en þá verður keppt í unglingaflokkum og þá er von á stórum hópi keppenda frá Færeyjum. Í einliðaleik kvenna eru fimm keppendur á topp 100 á heimslistanum. Efst og líklegust til sigurs er Kate Koo Fune frá Mauritius en hún er númer 73 í heiminum. Næst efst er Clara Azurmendi frá Spáni sem er númer 79 á heimslistanum. Eini Íslendingurinn sem kemst beint inní aðal mótið sem hefst á föstudag er Margrét Jóhannsdóttir en hún komst í undanúrslit á mótinu í fyrra. Hinar íslensku stelpurnar byrja í undankeppni mótsins á fimmtudag þar sem 24 stúlkur keppa um átta laus sæti í aðal mótinu. Rosario Maddaloni frá Ítalíu er talin líklegastur til sigurs í einliðaleik karla en hann vermir 65. sætið á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sam Parsson frá Englandi sem er númer 83 á sama lista er einnig talinn líklegur til afreka. Allir íslensku keppendurnir byrja í undankeppninni á fimmtudag en þar keppa 65 leikmenn um 8 laus sæti í aðal mótinu. Keppendur í tvíliða- og tvenndarleik eru einnig hátt skrifaðir á heimslistanum. Í tvíliðaleik karla koma tvö mjög sterk pör frá Skotlandi, Alexander Dunn og Adam Hall númer 52 og rétt á eftir þeim eða í sæti 63 eru Martin Campbell og Patrick Machugh. Í tvíliðaleik kvenna eru 2 pör á topp 100, skoska parið Julie Macpherson og Eleanor O’Donnell númer 66 í heiminum og frá Indlandi Kuhoo Garg og Ningshi Block Hazarika sem eru númer 96 á heimslistanum. Hæst skrifaða parið í tvenndarleik eru þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen frá Danmörku en þau eru í 90. sæti heimslistans. Keppni í badminton hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun og stendur til klukkan 17. Á föstudag verður spilað klukkan 9:00-22:30. Á laugardaginn verða áttaliða úrslit leikin klukkan 10:00-13:30 og undanúrslit klukkan 17:00-21:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag klukkan 10:00-13:00. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira