Stal bikartitlinum í Slóvakíu: Þetta var svo dramatískt Benedikt Bóas skrifar 23. janúar 2018 14:45 Lið Good Angels fagnaði titlinum um helgina að vonum vel og innilega. visir.is/Good Angels „Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“ Körfubolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Sjá meira
„Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“
Körfubolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum