Þessa miða geturðu fengið á Super Bowl fyrir slétta milljón Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2018 16:45 Milljón fyrir tvo með þetta útsýni. mynd/seatgeek.com Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings. Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega. Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð. Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com. Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur. Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna. Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna. NFL Tengdar fréttir New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23 Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings. Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega. Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð. Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com. Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur. Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna. Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna.
NFL Tengdar fréttir New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23 Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23
Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00