„Mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. janúar 2018 12:32 Magnús Pálmi kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Til vinstri er Almar Þór Möller, verjandi Jónasar Guðmundssonar. Vísir/Ernir Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. Magnús Pálmi bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nokkra athygli vakti þegar ákæra var gefin út í málinu að Magnús Pálmi hafi ekki verið ákærður, en þrír ákærðu voru undirmenn hans og Jóhannes Baldursson, sem einnig er ákærður, var hans næsti yfirmaður. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Magnús Pálmi sagði fyrir dómi í morgun að þeir Jónas Guðmundsson, Pétur Jónasson og Valgarð Már Valgarðsson, fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta sem ákærðir eru í málinu, hafi gengið inn í ákveðið verklag um viðskipti með eigin bréf bankans sem hafi viðgengist um árabil. Hann segir að í stuttu máli hafi tilgangur deildar eigin viðskipta bankans að græða peninga á viðskiptum með eigin hlutabréf. Starfsmenn deildarinnar hafi haft til þess ákveðnar heimildir sem samþykktar voru af áhættunefnd bankans og að öll viðskipti hafi farið fram fyrir opnum tjöldum.Treysti starfsmönnum fullkomlega Hann segist lítið hafa skipt sér að daglegum viðskiptum með eigin bréf bankans, enda hafi hlutabréfaviðskipti ekki verið hans sérsvið. „Það mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður, ég var ekki að fylgjast með þessu. Ég treysti þeim fullkomlega til þess að sinna þessu, þeim starfsmönnum sem voru í þessu,“ sagði Magnús Pálmi. Hann segist ekki muna eftir athugasemdum frá áhættustýringu bankans eða öðrum eftirlitsstofnunum um viðskipti deildarinnar. Hann hafi reglulega fengið skýrslu frá áhættustýringu um viðskiptin og honum hafi mátt vera ljóst hvaða staða væri uppi hverju sinni. Hann segist þó muna eftir einhverri umræðu um tap deildar eigin viðskipta.Hefðu getað brugðist öðruvísi við „Þetta var náttúrulega ekki að ganga neitt sérstaklega vel. Já já, þetta var einhvern tíman rætt. Við Jóhannes ræddum þetta örugglega öðru hvoru,“ sagði Magnús Pálmi en hann mundi ekki nákvæmlega hvað hafði farið þeim á milli.Við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Lárus Welding og Jóhannes Baldursson ræða sín á milli.Vísir/ErnirHann sagðist jafnframt muna eftir umræðu um hvernig bregðast mætti við slæmri stöðu deildarinnar en hann mundi ekki eftir því að komið hefði til tals að endurskoða mikil kaup á eigin bréfum. „Það hefðu alveg getað verið ein viðbrögðin,“ sagði Magnús Pálmi. „Við höfðum trú á að við myndum sigla í gegnum þetta. Mjög margt eftir á sem hefði verið betra að gera en þetta var gart.“Hluti af launakjörum Langidalur, einkahlutafélag í eigu Magnúsar Pálma var eitt fjórtán fyrirtækja í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis sem fékk lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni. Hann segir að Jóhannes Baldursson hafi kynnt fyrirkomulagið fyrir sér. „Ég leit á þetta sem hluta af mínum kjörum, sambærilegt við það sem maður hafði horft upp á í mörg ár, yfirmenn bankana vera að fá.“ Sem fyrr segir vakti athygli þegar Magnús Pálmi var ekki ákærður í markaðsmisnotkunarmálinu. Hann samdi sig frá ákæru í hinu svokallaða STÍM-máli þar sem bæði Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Í máli Gríms Grímssonar, sem fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara, á föstudag kom fram að Magnús Pálmi hefði ekki gert samning við ákæruvaldið í markaðsmisnotkunarmálinu. Við lok rannsóknar hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að ekki skyldi ákæra Magnús Pálma. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Glitnis, segir að hann hafi aldrei grunað að hann væri að taka þátt í markaðsmisnotkun þegar félag í hans eigu fékk lán til að kaupa hluti í Glitni banka. Magnús Pálmi bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nokkra athygli vakti þegar ákæra var gefin út í málinu að Magnús Pálmi hafi ekki verið ákærður, en þrír ákærðu voru undirmenn hans og Jóhannes Baldursson, sem einnig er ákærður, var hans næsti yfirmaður. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Magnús Pálmi sagði fyrir dómi í morgun að þeir Jónas Guðmundsson, Pétur Jónasson og Valgarð Már Valgarðsson, fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta sem ákærðir eru í málinu, hafi gengið inn í ákveðið verklag um viðskipti með eigin bréf bankans sem hafi viðgengist um árabil. Hann segir að í stuttu máli hafi tilgangur deildar eigin viðskipta bankans að græða peninga á viðskiptum með eigin hlutabréf. Starfsmenn deildarinnar hafi haft til þess ákveðnar heimildir sem samþykktar voru af áhættunefnd bankans og að öll viðskipti hafi farið fram fyrir opnum tjöldum.Treysti starfsmönnum fullkomlega Hann segist lítið hafa skipt sér að daglegum viðskiptum með eigin bréf bankans, enda hafi hlutabréfaviðskipti ekki verið hans sérsvið. „Það mætti segja að ég hafi ekki verið sérstaklega góður yfirmaður, ég var ekki að fylgjast með þessu. Ég treysti þeim fullkomlega til þess að sinna þessu, þeim starfsmönnum sem voru í þessu,“ sagði Magnús Pálmi. Hann segist ekki muna eftir athugasemdum frá áhættustýringu bankans eða öðrum eftirlitsstofnunum um viðskipti deildarinnar. Hann hafi reglulega fengið skýrslu frá áhættustýringu um viðskiptin og honum hafi mátt vera ljóst hvaða staða væri uppi hverju sinni. Hann segist þó muna eftir einhverri umræðu um tap deildar eigin viðskipta.Hefðu getað brugðist öðruvísi við „Þetta var náttúrulega ekki að ganga neitt sérstaklega vel. Já já, þetta var einhvern tíman rætt. Við Jóhannes ræddum þetta örugglega öðru hvoru,“ sagði Magnús Pálmi en hann mundi ekki nákvæmlega hvað hafði farið þeim á milli.Við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Lárus Welding og Jóhannes Baldursson ræða sín á milli.Vísir/ErnirHann sagðist jafnframt muna eftir umræðu um hvernig bregðast mætti við slæmri stöðu deildarinnar en hann mundi ekki eftir því að komið hefði til tals að endurskoða mikil kaup á eigin bréfum. „Það hefðu alveg getað verið ein viðbrögðin,“ sagði Magnús Pálmi. „Við höfðum trú á að við myndum sigla í gegnum þetta. Mjög margt eftir á sem hefði verið betra að gera en þetta var gart.“Hluti af launakjörum Langidalur, einkahlutafélag í eigu Magnúsar Pálma var eitt fjórtán fyrirtækja í eigu jafnmargra starfsmanna Glitnis sem fékk lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni. Hann segir að Jóhannes Baldursson hafi kynnt fyrirkomulagið fyrir sér. „Ég leit á þetta sem hluta af mínum kjörum, sambærilegt við það sem maður hafði horft upp á í mörg ár, yfirmenn bankana vera að fá.“ Sem fyrr segir vakti athygli þegar Magnús Pálmi var ekki ákærður í markaðsmisnotkunarmálinu. Hann samdi sig frá ákæru í hinu svokallaða STÍM-máli þar sem bæði Lárus Welding og Jóhannes Baldursson voru dæmdir til fangelsisvistar. Var hann lykilvitni í málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. Var á það fallist af hálfu ríkissaksóknara og naut Magnús því réttarverndar í málinu en hann hafði upphaflega stöðu sakbornings. Í máli Gríms Grímssonar, sem fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara, á föstudag kom fram að Magnús Pálmi hefði ekki gert samning við ákæruvaldið í markaðsmisnotkunarmálinu. Við lok rannsóknar hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að ekki skyldi ákæra Magnús Pálma.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13
Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35
Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57