Flóamarkaður í anda Vetements Ritstjórn skrifar 22. janúar 2018 11:00 Glamour/Getty ,,Þetta byrjar allt á flóamörkuðunum, þannig við tókum þetta þangað," sagði Demna Gvasalia, listrænn stjórnandi og hönnuður Vetements. Eftirvæntingin er mikil eftir sýningum Vetements, enda þykir Demna mikill frumkvöðull í tískuheiminum. Sýningar Vetements eru haldnar áður en tískuvikurnar hefjast, og sýnir hann karla-og kvenlínurnar á sama tíma. Þessi sýning var sett upp eins og á gömlum flóamarkaði, sem fyrirsæturnar örkuðu um. Í þessari línu viðurkenndi Demna að hann hafði orðið fyrir miklum áhrifum frá Martin Margiela, en þar starfaði hann áður en hann stofnaði Vetements. Áhrifin komu fram í því hvernig hann tók í sundur fatnað frá flóamörkuðum og setti þau aftur saman, en Martin Margiela varð frægur fyrir að gera það sama. ,,Heimurinn er fullur af upplýsingum og tilvísunum, og með þessari línu notuðum við það til að fá hugmyndir," sagði Demna um það hvaðan innblásturinn fyrir línuna kom. Demna kom hettupeysunni inn sem tískuvöru og heldur hann því áfram, og er mikið um stórar hettupeysur. Höfuðklútar eru gríðarlega áberandi í línunni, og eru jafnvel settir yfir derhúfur. Mismunandi litum og mynstri er skellt saman, og í þessari línu gildir því meira því betra. Þegar spáð er í hverja flík fyrir sig er mikið í hana lagt og mikið af skemmtilegum hugmyndum. Demna segir að hans vinir klæði sig einmitt svona, hrúgi öllu saman, og er mjög líklegt að hans helstu aðdáendur muni tileinka sér þennan stíl líka. Tíska og hönnun Mest lesið Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Katy Perry nuddar salti í sár Taylor Swift Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour Ökklastígvélin eru ómissandi í vetur Glamour
,,Þetta byrjar allt á flóamörkuðunum, þannig við tókum þetta þangað," sagði Demna Gvasalia, listrænn stjórnandi og hönnuður Vetements. Eftirvæntingin er mikil eftir sýningum Vetements, enda þykir Demna mikill frumkvöðull í tískuheiminum. Sýningar Vetements eru haldnar áður en tískuvikurnar hefjast, og sýnir hann karla-og kvenlínurnar á sama tíma. Þessi sýning var sett upp eins og á gömlum flóamarkaði, sem fyrirsæturnar örkuðu um. Í þessari línu viðurkenndi Demna að hann hafði orðið fyrir miklum áhrifum frá Martin Margiela, en þar starfaði hann áður en hann stofnaði Vetements. Áhrifin komu fram í því hvernig hann tók í sundur fatnað frá flóamörkuðum og setti þau aftur saman, en Martin Margiela varð frægur fyrir að gera það sama. ,,Heimurinn er fullur af upplýsingum og tilvísunum, og með þessari línu notuðum við það til að fá hugmyndir," sagði Demna um það hvaðan innblásturinn fyrir línuna kom. Demna kom hettupeysunni inn sem tískuvöru og heldur hann því áfram, og er mikið um stórar hettupeysur. Höfuðklútar eru gríðarlega áberandi í línunni, og eru jafnvel settir yfir derhúfur. Mismunandi litum og mynstri er skellt saman, og í þessari línu gildir því meira því betra. Þegar spáð er í hverja flík fyrir sig er mikið í hana lagt og mikið af skemmtilegum hugmyndum. Demna segir að hans vinir klæði sig einmitt svona, hrúgi öllu saman, og er mjög líklegt að hans helstu aðdáendur muni tileinka sér þennan stíl líka.
Tíska og hönnun Mest lesið Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour Blac Chyna og Rob Kardashian eignast stúlku Glamour Cover Girl kynnir karlkyns talsmann í fyrsta sinn Glamour Katy Perry nuddar salti í sár Taylor Swift Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour Ökklastígvélin eru ómissandi í vetur Glamour