Óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum hjá lögreglu Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. janúar 2018 07:00 Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Fréttablaðið/Anton Brink Tuttugu og níu kynferðisbrot gegn börnum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur stígandi hefur verið í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá embættinu í viku hverri frá miðju ári 2017 og fyrstu vikur ársins 2018. Á þessum tíma hefur málum fjölgað frá 11 á viku og upp í 29. „Málin eru óvenju mörg á borði lögreglu um þessar mundir,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segist þó vilja fara varlega í að túlka tölfræðina of mikið, en segist aðspurður ekki útiloka að umræðan sem skapast hefur í kringum #metoo-byltinguna hafi eitthvað með aukninguna að gera. „Öll aukin umræða í samfélaginu eykur vitund fólks og það má vel vera að það tengist þessari fjölgun á þann hátt.“ Þá segir Grímur að verið sé að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum innan embættisins, meðal annars í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld á borð við Europol. Þannig hafi tveir starfsmenn embættisins í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum. „Við höfum verið að reyna að taka á slíkum málum hratt og örugglega. Þjálfunin sem þessir tveir starfsmenn embættisins hafa verið í snýr meðal annars að því að greina alls konar hluti í umhverfi myndbanda eða mynda sem sýna barnaníðefni svo hægt sé að átta sig á því hvar brotið fer fram. Við, og lögregluyfirvöld víða um heim sem við erum í samstarfi við, erum að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stemma stigu við brotum gegn börnum.“ Grímur segir þó ekki mörg mál hafa komið inn á borð lögreglunnar hér á landi, þar sem íslensk börn eru viðfang stafræns ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Tuttugu og níu kynferðisbrot gegn börnum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur stígandi hefur verið í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá embættinu í viku hverri frá miðju ári 2017 og fyrstu vikur ársins 2018. Á þessum tíma hefur málum fjölgað frá 11 á viku og upp í 29. „Málin eru óvenju mörg á borði lögreglu um þessar mundir,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur segist þó vilja fara varlega í að túlka tölfræðina of mikið, en segist aðspurður ekki útiloka að umræðan sem skapast hefur í kringum #metoo-byltinguna hafi eitthvað með aukninguna að gera. „Öll aukin umræða í samfélaginu eykur vitund fólks og það má vel vera að það tengist þessari fjölgun á þann hátt.“ Þá segir Grímur að verið sé að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum innan embættisins, meðal annars í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld á borð við Europol. Þannig hafi tveir starfsmenn embættisins í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið verið í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum. „Við höfum verið að reyna að taka á slíkum málum hratt og örugglega. Þjálfunin sem þessir tveir starfsmenn embættisins hafa verið í snýr meðal annars að því að greina alls konar hluti í umhverfi myndbanda eða mynda sem sýna barnaníðefni svo hægt sé að átta sig á því hvar brotið fer fram. Við, og lögregluyfirvöld víða um heim sem við erum í samstarfi við, erum að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stemma stigu við brotum gegn börnum.“ Grímur segir þó ekki mörg mál hafa komið inn á borð lögreglunnar hér á landi, þar sem íslensk börn eru viðfang stafræns ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. 19. janúar 2018 18:30