Hedi Slimane tekur við Céline Ritstjórn skrifar 21. janúar 2018 14:00 Glamour/Getty Tilkynning hefur borist frá tískusamsteypunni LVMH, en Hedi Slimane hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi og hönnuður Céline. Hedi tekur við af Phoebe Philo, sem hefur gegnt þessari stöðu síðustu tíu ár. Hedi hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi, og verður fyrsta línan hans sýnd á tískuvikunni í september í haust. Breytingar verða einnig á tískuhúsi Céline, en nú ætla þeir að bjóða upp á hátískulínu (haute couture) og einnig karlalínu. Hedi Slimane verður yfirhönnuður allra línanna, kvenlínunnar, karlalínunnar, hátískulínunnar og einnig yfir skóm og fylgihlutum, en Céline er mjög sterkt á þeim markaði. ,,Ég er mjög ánægður að Hedi sé kominn aftur til LVMH og ætlar að taka við tískuhúsi Céline. Hann er einn hæfileikaríkasti hönnuður okkar tíma og ég hef verið mikill aðdáandi hans síðan við unnum saman á línu Dior Homme," sagði Bernard Arnault, forstjóri LVMH. Það verður mjög spennandi að sjá breytingarnar sem verða hjá Céline næstu mánuði, og er Hedi Slimane án efa rétti maðurinn í starfið. Phoebe Philo hefur ekki enn tilkynnt hvort eða hvert hún ráði sig eitthvað annað, en tískuheimurinn fylgist spenntur með. Saint Laurent árið 2013.Hedi Slimane breytti tískuhúsi Saint Laurent mikið, þar sem mikið var um rokk og pönk. Mest lesið Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Kate Moss og Jamie Hince að skilja? Glamour Heitasta flík ársins? Glamour Airwaves dressið er klárt! Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Sérstök forsíða Vogue Japan Glamour Ein yfirhöfn er ekki nóg Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour
Tilkynning hefur borist frá tískusamsteypunni LVMH, en Hedi Slimane hefur verið ráðinn sem listrænn stjórnandi og hönnuður Céline. Hedi tekur við af Phoebe Philo, sem hefur gegnt þessari stöðu síðustu tíu ár. Hedi hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi, og verður fyrsta línan hans sýnd á tískuvikunni í september í haust. Breytingar verða einnig á tískuhúsi Céline, en nú ætla þeir að bjóða upp á hátískulínu (haute couture) og einnig karlalínu. Hedi Slimane verður yfirhönnuður allra línanna, kvenlínunnar, karlalínunnar, hátískulínunnar og einnig yfir skóm og fylgihlutum, en Céline er mjög sterkt á þeim markaði. ,,Ég er mjög ánægður að Hedi sé kominn aftur til LVMH og ætlar að taka við tískuhúsi Céline. Hann er einn hæfileikaríkasti hönnuður okkar tíma og ég hef verið mikill aðdáandi hans síðan við unnum saman á línu Dior Homme," sagði Bernard Arnault, forstjóri LVMH. Það verður mjög spennandi að sjá breytingarnar sem verða hjá Céline næstu mánuði, og er Hedi Slimane án efa rétti maðurinn í starfið. Phoebe Philo hefur ekki enn tilkynnt hvort eða hvert hún ráði sig eitthvað annað, en tískuheimurinn fylgist spenntur með. Saint Laurent árið 2013.Hedi Slimane breytti tískuhúsi Saint Laurent mikið, þar sem mikið var um rokk og pönk.
Mest lesið Þessi fagnar 82 árum í dag Glamour Tími buxnadragtarinnar er kominn! Glamour Kate Moss og Jamie Hince að skilja? Glamour Heitasta flík ársins? Glamour Airwaves dressið er klárt! Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Sérstök forsíða Vogue Japan Glamour Ein yfirhöfn er ekki nóg Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Hófst allt sem lítið skólaverkefni Glamour