Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2018 20:00 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent