Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2018 19:30 Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir farið að tillögu hæfisnefnda í löndum sem Ísland beri sig saman við. Fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gengu sumir nokkuð hart að dómsmálaráðherra á fundi nefndarinnar í morgun. Þar var farið var yfir vinnubrögð ráðherrans þegar hún fór ekki að fullu eftir tillögu hæfisnefndar um skipan dómara í Landsrétt og skipti út fjórum einstaklingum af fimmtán sem hæfisnefnd hafði lagt til.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segist ekki hafa heyrt það á þingmönnum að ráðherra geti ekki brugðið út frá tillögu hæfisnefndar.„Hæstaréttardómurinn fjallar bara um rannsókn ráðherrans að þessu leyti. Og auðvitað, það er alveg óumdeilt að ráðherrann hefur heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ sagði Sigríður eftir fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Dómsmálaráðherra sat fyrir svörum nefndarmanna í um tvær klukkustundir. En málið er búið að taka um ár því það var í febrúar í fyrra sem málið kom til Alþingis. Ljóst er að umræðum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki lokið. Nefndin mun að minnsta kosti fjalla um þetta mál í viku í viðbót og síðan mun umboðsmaður Alþingis væntanlega taka málið til skoðunar. „Eins og fram kom í mínu máli legg ég áherslu á að þingið skoði þessi mál almennt heildstætt. Það er að segja þetta fyrirkomulag við skipan dómara til framtíðar,“ segir dómsmálaráðherra og bætir við að jafnvel þurfi að endurskoða skipun í embætti almennt og ráðningu fólks hjá ríkinu. Geri ráðherra hins vegar breytingar á tillögu hæfisnefndar sé það Alþingis að taka við endanlegu skipunarvaldi í embætti dómara. Nefndarmenn hlustuðu vel á svör ráðherra.Vísir/Eyþór Formaður nefndar segir að tryggja þurfi að réttarríkið virkiHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir markmið nefndarinnar að fá fram viðhorf ráðherrans í málinu.Er einhver ástæða til að ætla að annað hvort persónuleg tengsl eða pólitísk tengsl ráðherrans við einhver af þeim sem að lokum voru skipaðir hafi ráðið för við ákvörðun ráðherrans? „Það eina sem þarf að vera til staðar er að það sé hafið yfir allan vafa. Það er það eina sem við þurfum til að tryggja að réttarríkið virki eins og skyldi. Þannig að ég ætla ekki að svara því,“ segir Helga Vala. Ráðherrann hafi hlotið dóm fyrir að hafa ekki rannsakað málið sem skyldi . Eftir að hafa skoðað gögn og hlustað á ráðherrann hallist hún meira að því að dómur Hæstaréttar sé réttur. „Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við fer ráðherra aldrei gegn ákvörðun nefndarinnar. Þannig að ég veit ekki af hverju við þurfum endilega að hafa einhvern veginn öðruvísi reglur.“ Engu að síður er það í lögum að það geti ráðherra gert? „Já, ráðherra getur gert það. Það er í lögum, vissulega. Þarf þá að breyta þeim lögum? Það er líka í lögum annars staðar. En það bara dettur engum í hug að breyta svo,“ segir Helga Vala. Fulltrúi Pírata í nefndinni segir ráðherra meðal annars beita fyrir sig dómarareynslu umsækjanda við breytingar sínar. „Það færir ekki þann úr þrítugasta sæti upp í þrettánda sæti, sem er eiginmaður fyrrverandi samstarfsaðila og yfirmanns Sigríðar Á. Andersen.“Þannig að þú ert að segja að persónuleg tengsl ráðherrans hafi ráðið þarna för að hluta til? „Ég myndi segja að það er mjög eðlilegt að áætla að slíkt sé, já,“ segir Jón Þór Ólafsson. Upptöku frá nefndarfundinum má sjá hér að neðan. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir farið að tillögu hæfisnefnda í löndum sem Ísland beri sig saman við. Fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gengu sumir nokkuð hart að dómsmálaráðherra á fundi nefndarinnar í morgun. Þar var farið var yfir vinnubrögð ráðherrans þegar hún fór ekki að fullu eftir tillögu hæfisnefndar um skipan dómara í Landsrétt og skipti út fjórum einstaklingum af fimmtán sem hæfisnefnd hafði lagt til.Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segist ekki hafa heyrt það á þingmönnum að ráðherra geti ekki brugðið út frá tillögu hæfisnefndar.„Hæstaréttardómurinn fjallar bara um rannsókn ráðherrans að þessu leyti. Og auðvitað, það er alveg óumdeilt að ráðherrann hefur heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ sagði Sigríður eftir fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Dómsmálaráðherra sat fyrir svörum nefndarmanna í um tvær klukkustundir. En málið er búið að taka um ár því það var í febrúar í fyrra sem málið kom til Alþingis. Ljóst er að umræðum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er ekki lokið. Nefndin mun að minnsta kosti fjalla um þetta mál í viku í viðbót og síðan mun umboðsmaður Alþingis væntanlega taka málið til skoðunar. „Eins og fram kom í mínu máli legg ég áherslu á að þingið skoði þessi mál almennt heildstætt. Það er að segja þetta fyrirkomulag við skipan dómara til framtíðar,“ segir dómsmálaráðherra og bætir við að jafnvel þurfi að endurskoða skipun í embætti almennt og ráðningu fólks hjá ríkinu. Geri ráðherra hins vegar breytingar á tillögu hæfisnefndar sé það Alþingis að taka við endanlegu skipunarvaldi í embætti dómara. Nefndarmenn hlustuðu vel á svör ráðherra.Vísir/Eyþór Formaður nefndar segir að tryggja þurfi að réttarríkið virkiHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir markmið nefndarinnar að fá fram viðhorf ráðherrans í málinu.Er einhver ástæða til að ætla að annað hvort persónuleg tengsl eða pólitísk tengsl ráðherrans við einhver af þeim sem að lokum voru skipaðir hafi ráðið för við ákvörðun ráðherrans? „Það eina sem þarf að vera til staðar er að það sé hafið yfir allan vafa. Það er það eina sem við þurfum til að tryggja að réttarríkið virki eins og skyldi. Þannig að ég ætla ekki að svara því,“ segir Helga Vala. Ráðherrann hafi hlotið dóm fyrir að hafa ekki rannsakað málið sem skyldi . Eftir að hafa skoðað gögn og hlustað á ráðherrann hallist hún meira að því að dómur Hæstaréttar sé réttur. „Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við fer ráðherra aldrei gegn ákvörðun nefndarinnar. Þannig að ég veit ekki af hverju við þurfum endilega að hafa einhvern veginn öðruvísi reglur.“ Engu að síður er það í lögum að það geti ráðherra gert? „Já, ráðherra getur gert það. Það er í lögum, vissulega. Þarf þá að breyta þeim lögum? Það er líka í lögum annars staðar. En það bara dettur engum í hug að breyta svo,“ segir Helga Vala. Fulltrúi Pírata í nefndinni segir ráðherra meðal annars beita fyrir sig dómarareynslu umsækjanda við breytingar sínar. „Það færir ekki þann úr þrítugasta sæti upp í þrettánda sæti, sem er eiginmaður fyrrverandi samstarfsaðila og yfirmanns Sigríðar Á. Andersen.“Þannig að þú ert að segja að persónuleg tengsl ráðherrans hafi ráðið þarna för að hluta til? „Ég myndi segja að það er mjög eðlilegt að áætla að slíkt sé, já,“ segir Jón Þór Ólafsson. Upptöku frá nefndarfundinum má sjá hér að neðan.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05