Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Hörður Ægisson skrifar 31. janúar 2018 07:30 Kaupþing á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka. Vísir/Stefán Kaupþing þarf að greiða um 23 milljarða króna fyrir þrettán prósenta hlut íslenska ríkisins í Arion banka ef eignarhaldsfélagið ákveður að nýta kauprétt sem það hefur að hlutnum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hefur Kaupþing uppi áform um að leysa til sín hlutinn og selja áfram – á sama verði og hann yrði keyptur á af ríkinu – til íslenskra lífeyrissjóða, tryggingafélaga og mögulega annarra fagfjárfesta. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Kaupþing hefur þegar gert lífeyrissjóðunum tilboð, sem barst þeim síðastliðinn miðvikudagsmorgun, um að selja sjóðunum að lágmarki samtals fimm prósenta hlut í bankanum en Kaupþing á fyrir um 57 prósent í Arion banka. Samkvæmt tilboðinu býðst sjóðunum að kaupa á föstu verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Það er nánast sama gengi og kaupréttur Kaupþings, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá árinu 2009, er á ef félagið myndi nýta sér hann í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ákvörðun Kaupþings um að mögulega kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka ætti að liggja skýrar fyrir á næstu dögum þegar meira verður vitað um áhuga lífeyrissjóða á bankanum. Þannig hefur Kaupþing, sem nýtur ráðgjafar Kviku banka í söluferlinu, óskað eftir því að hver og einn sjóður gefi svar í síðasta lagi á föstudag í þessari viku um hvort þeir hafi í hyggju að fara í óskuldbindandi viðræður á grundvelli tilboðs Kaupþings og þá hversu stóran hlut þeir kunna að vilja kaupa. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður kaupréttur Kaupþings aðeins nýttur ef lífeyrissjóðirnir reynast áhugasamir um að kaupa talsvert stærri hlut en fimm prósent – kannski tíu til fimmtán prósent – í Arion banka. Hvort af kaupunum verður, en samkvæmt tilboði Kaupþings er gert ráð fyrir að klára þau fyrir birtingu ársreiknings Arion banka um miðjan febrúar, mun ráðast mjög af afstöðu fjögurra stærstu lífeyrissjóðanna – LSR, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis og Birtu. Að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála er þannig talið nauðsynlegt að tveir sjóðanna hið minnsta hafi aðkomu að kaupunum eigi þau að verða að veruleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur einn af stóru lífeyrissjóðunum hins vegar nú þegar gert það upp við sig að hann hafi ekki í hyggju að fara í viðræður við Kaupþing um kaup á hlut í bankanum.Ríkið fékk hlutinn á rúmlega 9 milljarða Í samtölum við stjórnendur lífeyrissjóðanna leggja þeir áherslu á að mikilvægt sé að fá vissu fyrir því af hálfu Kaupþings að áform um að ráðast í kjölfarið í alþjóðlegt útboð og skráningu á Arion banka síðar á árinu gangi eftir. Enginn áhugi sé fyrir því að eiga lítinn hlut í óskráðum banka á móti erlendum vogunarsjóðum og Kaupþingi, sem er að stærstum hluta einnig óbeint í eigu sömu vogunarsjóða. Fyrir Kaupþing er talið mikilvægt að fá lífeyrissjóðina, stærstu stofnanafjárfesta landsins, til að kaupa í bankanum í aðdraganda útboðs enda yrði slíkt talið traustleikamerki á bankanum sem fjárfestingakosti í augum erlendra fjárfesta. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið hefur verið til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, eins og greint var frá í forsíðufrétt Fréttablaðsins síðastliðinn fimmtudag.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Efnahagsmál Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Kaupþing þarf að greiða um 23 milljarða króna fyrir þrettán prósenta hlut íslenska ríkisins í Arion banka ef eignarhaldsfélagið ákveður að nýta kauprétt sem það hefur að hlutnum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hefur Kaupþing uppi áform um að leysa til sín hlutinn og selja áfram – á sama verði og hann yrði keyptur á af ríkinu – til íslenskra lífeyrissjóða, tryggingafélaga og mögulega annarra fagfjárfesta. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins miðað við núverandi eigið fé Arion banka er tæplega 29 milljarðar. Kaupþing hefur þegar gert lífeyrissjóðunum tilboð, sem barst þeim síðastliðinn miðvikudagsmorgun, um að selja sjóðunum að lágmarki samtals fimm prósenta hlut í bankanum en Kaupþing á fyrir um 57 prósent í Arion banka. Samkvæmt tilboðinu býðst sjóðunum að kaupa á föstu verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Það er nánast sama gengi og kaupréttur Kaupþings, sem grundvallast á hluthafasamkomulagi frá árinu 2009, er á ef félagið myndi nýta sér hann í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ákvörðun Kaupþings um að mögulega kaupa þrettán prósenta hlut ríkisins í Arion banka ætti að liggja skýrar fyrir á næstu dögum þegar meira verður vitað um áhuga lífeyrissjóða á bankanum. Þannig hefur Kaupþing, sem nýtur ráðgjafar Kviku banka í söluferlinu, óskað eftir því að hver og einn sjóður gefi svar í síðasta lagi á föstudag í þessari viku um hvort þeir hafi í hyggju að fara í óskuldbindandi viðræður á grundvelli tilboðs Kaupþings og þá hversu stóran hlut þeir kunna að vilja kaupa. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður kaupréttur Kaupþings aðeins nýttur ef lífeyrissjóðirnir reynast áhugasamir um að kaupa talsvert stærri hlut en fimm prósent – kannski tíu til fimmtán prósent – í Arion banka. Hvort af kaupunum verður, en samkvæmt tilboði Kaupþings er gert ráð fyrir að klára þau fyrir birtingu ársreiknings Arion banka um miðjan febrúar, mun ráðast mjög af afstöðu fjögurra stærstu lífeyrissjóðanna – LSR, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildis og Birtu. Að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála er þannig talið nauðsynlegt að tveir sjóðanna hið minnsta hafi aðkomu að kaupunum eigi þau að verða að veruleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur einn af stóru lífeyrissjóðunum hins vegar nú þegar gert það upp við sig að hann hafi ekki í hyggju að fara í viðræður við Kaupþing um kaup á hlut í bankanum.Ríkið fékk hlutinn á rúmlega 9 milljarða Í samtölum við stjórnendur lífeyrissjóðanna leggja þeir áherslu á að mikilvægt sé að fá vissu fyrir því af hálfu Kaupþings að áform um að ráðast í kjölfarið í alþjóðlegt útboð og skráningu á Arion banka síðar á árinu gangi eftir. Enginn áhugi sé fyrir því að eiga lítinn hlut í óskráðum banka á móti erlendum vogunarsjóðum og Kaupþingi, sem er að stærstum hluta einnig óbeint í eigu sömu vogunarsjóða. Fyrir Kaupþing er talið mikilvægt að fá lífeyrissjóðina, stærstu stofnanafjárfesta landsins, til að kaupa í bankanum í aðdraganda útboðs enda yrði slíkt talið traustleikamerki á bankanum sem fjárfestingakosti í augum erlendra fjárfesta. Íslenska ríkið eignaðist þrettán prósenta hlutinn í Arion banka, sem þá hét Nýja Kaupþing, í árslok 2009 samhliða því að ríkissjóður lagði honum til rúmlega níu milljarða í hlutafé við stofnfjármögnun bankans. Möguleg sala á hlut ríkisins í bankanum til Kaupþings í samræmi við hluthafasamkomulagið hefur verið til skoðunar innan fjármálaráðuneytisins, eins og greint var frá í forsíðufrétt Fréttablaðsins síðastliðinn fimmtudag.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Efnahagsmál Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira