Neysla erlendra ferðamanna jókst á milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 10:31 Ferðamönnum fjölgaði um 24% í fyrra. Notkun þeirra á greiðslukortum jókst hins vegar aðeins um 12% mælt í íslenskum krónum. Vísir/Eyþór Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þrátt fyrir að greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hafi aukist um 28 milljarða króna í fyrra frá árinu áður var hlutfallsleg aukning hennar minni en fjölgun ferðamann. Hver ferðamaður hefur því dregið úr neyslu sinni um tæp 10%, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Þegar miðað er við fast gengi jókst neyslan hins vegar lítillega. Í Hagsjánni kemur fram að greiðslukortaveltan nam 259 milljörðum króna í fyrra og jókst hún um 12%. Til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum sem komu til landsins um Leifsstöð um 24% á sama tíma. Í krónum talði dróst neysla hvers ferðamanns því saman um 9,8%. Landsbankinn telur þá þróun ekki óeðlilega í ljósi þess að gengi íslensku krónunnar styrktist í fyrra. Sé neyslan mæld í gjaldmiðlum ferðamannanna sjálfra hafi hún ekki breyst mikið. Neyslan jókst þannig um 0,9% á hvern ferðamann á milli ára mælt í erlendri mynt. Mestu fé verja ferðamennirnir í samgöngur og gistingu, alls um 42% af heildarkostnaðinum við frí á Íslandi. Þriðji stærsti liðurinn er ferðaþjónusta af ýmsu tagi. Verslun nemur 12,5% af útgjöldum ferðamanna á Íslandi. Þar vegur dagvara þyngst með 29,4%, önnur verslun með 25% og fataverslun með 18%. Neysla á börum, veitingahúsum og skyndibitastöðum nam um 10,6% af verslun erlendra ferðamanna.Úttektir á reiðufé dregist saman um helming á sex árum Þá kemur fram að úttektir á reiðufé hafi dregist stöðugt saman síðustu árin. Þannig hafi hver ferðamaður tekið út 12.800 krónur með greiðslukorti árið 2012 mælt á föstu gengi síðasta árs. Þá var úttektin 15,1% af heildarkortaveltu ferðamannsins.Erlendir ferðamenn taka mun minna reiðufé út af greiðslukortum sínum nú en áður.Vísir/AntonÍ fyrra nam meðalúttektin hins vegar aðeins 6.100 krónum á hvern ferðamann og hlutfallið af kortaveltunni var komið niður í 5,1%. Þannig hafa úttektir á reiðufé lækkað um helming á sex árum. Sá fyrirvari er sleginn í Hagsjánni að kortanotkun ferðamanna mæli ekki alla neyslu ferðamanna. Umtalsverður hluti neyslunnar fari í gegnum erlenda söluaðila, til dæmis í gistingu og flug. Kortaveltutölurnar mæla aðeins kaup ferðamanna sem fara fram í gegnum innlenda aðila.Meiri virðisauki af ferðaþjónustu Mat Hagstofunnar á heildarneyslu ferðamanna í fyrra liggi ekki fyrir enn. Árið 2016 nam heildarneysla ferðamanna hér á landi að viðbættum útgjöldum vegna farþegaflugs 357 milljörðum króna samkvæmt mati Hagstofunnar. Til samanburðar nam heildarkortavelta þeirra 232 milljörðum króna, um 65% af heildarneyslunni. Það hlutfall hefur farið hækkað á síðustu árum og var 54% árið 2012. Þetta telur Hagsjá Landsbankans vísbendingu um að ferðaþjónustuaðilar séu sýnilegri á netinu og ferðamenn eigi því frekar bein viðskipti við innlenda aðila. „Ætla má því að dregið hafi úr umfangi erlendra milliliða og verður því meiri virðisauki af ferðaþjónustu eftir hér á landi að öðru óbreyttu,“ segir í Hagsjánni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira