Opna íslenskan skiptimarkað með rafmyntina Bitcoin í fyrsta sinn Baldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2018 07:15 Hermann Ingi Finnbjörnsson og Hlynur Þór Björnsson, tveir af eigendum Skiptimynt ehf. vísir/eyþór „Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið. Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
„Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið.
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57
50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32