Bandaríska þingið hefur samþykkt lög um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi bandarískra alríkisstofnana. Þarf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nú aðeins að skrifa undir lögin til þess að koma í veg fyrir lokun stofnanna.
Var þetta í annað sinn á aðeins þremur vikum sem stefndi í að loka þyrfti alríkisstofnunum eftir að frestur til þess að afgreiða greiðsluheimildina rann út á miðnætti að bandarískum tíma. Síðast þegar alríkið lokaði varði lokunin í þrjá daga í janúar.
Tillögurnar kveða á um auka megi ríkisútgjöld um 300 milljarða bandaríkjadala, 30 þúsund milljarða íslenskra króna. Frjálshyggjumaðurinn Paul gat ekki sætt sig við þessar tillögur og var það helst hann sem kom í veg fyrir samþykkt greiðsluheimildarinnar í gærkvöldi.
Var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hafa tafið málið á þingi og að lokum náðu flokkarnir saman um að samþykkja greiðsluheimildina. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að Trump muni samþykkja lögin og mun því ekki koma til þess að alríkisstofnanir þurfi að loka.

