„Íslenska“ liðið sem vann Ólympíugull fyrir næstum því hundrað árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 11:30 Winnipeg Fálkarnir. Heimasíða IIHF. Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu. Ólympíuleikar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Sjá meira
Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu.
Ólympíuleikar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti