Íslenski hópurinn gaf borgarstjóra Ólympíuþorpsins eggið „Móðir jörð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 14:00 Íslenski hópurinn á Ólympíuleikunum. ÍSÍ Ólympíuleikarnir verða settir í PyeongChang á morgun en í dag fékk íslenski Ólympíuhópurinn smá forskot á sæluna. Íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í PyeongChang. Sérstakar móttökuhátíðir eru haldnar dagana fram að setningarhátíð og var slík hátíð í dag þar sem þátttakendur frá Gana, Liechtenstein, Íslandi, Ekvador og Kosóvó voru boðnir velkomnir. Á hátíðinni var íslenski fáninn dreginn að hún og þjóðsöngurinn leikinn. Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins skiptist á gjöfum við borgarstjóra Ólympíuþorpsins í PyeongChang og skrifaði að því loknu nafn sitt á friðarvegginn í þorpinu sem vígður var af Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrr í vikunni. Gjöf íslenska hópsins var keramikegg hannað af listakonunni Koggu, en eggið kallast Móðir jörð. Gjöf borgarstjórans til ÍSÍ var listaverk, eftirlíking af frægum grip frá sjöundu öld sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi vegna Vetrarólympíuleikanna 2018. Undir lok hátíðarinnar var þjóðlegur trommusláttur og hátíðinni lauk með því að dansarar sýndu listir sínar og drógu þátttakendur með í dans undir taktfastri tónlist. Íslenski hópurinn nýtti tímann fyrir hópmyndatöku auk þess sem að alþjóðlegir fjölmiðlar tóku viðtöl við keppendur. Á morgun verða leikarnir settir formlega en þó er hafin keppni í nokkrum greinum, það er undankeppni eða riðlakeppni. Engir keppendur munu hafa lokið keppni á leikunum áður en setningarhátíðin fer fram. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Ólympíuleikarnir verða settir í PyeongChang á morgun en í dag fékk íslenski Ólympíuhópurinn smá forskot á sæluna. Íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í PyeongChang. Sérstakar móttökuhátíðir eru haldnar dagana fram að setningarhátíð og var slík hátíð í dag þar sem þátttakendur frá Gana, Liechtenstein, Íslandi, Ekvador og Kosóvó voru boðnir velkomnir. Á hátíðinni var íslenski fáninn dreginn að hún og þjóðsöngurinn leikinn. Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins skiptist á gjöfum við borgarstjóra Ólympíuþorpsins í PyeongChang og skrifaði að því loknu nafn sitt á friðarvegginn í þorpinu sem vígður var af Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrr í vikunni. Gjöf íslenska hópsins var keramikegg hannað af listakonunni Koggu, en eggið kallast Móðir jörð. Gjöf borgarstjórans til ÍSÍ var listaverk, eftirlíking af frægum grip frá sjöundu öld sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi vegna Vetrarólympíuleikanna 2018. Undir lok hátíðarinnar var þjóðlegur trommusláttur og hátíðinni lauk með því að dansarar sýndu listir sínar og drógu þátttakendur með í dans undir taktfastri tónlist. Íslenski hópurinn nýtti tímann fyrir hópmyndatöku auk þess sem að alþjóðlegir fjölmiðlar tóku viðtöl við keppendur. Á morgun verða leikarnir settir formlega en þó er hafin keppni í nokkrum greinum, það er undankeppni eða riðlakeppni. Engir keppendur munu hafa lokið keppni á leikunum áður en setningarhátíðin fer fram.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira