Hélt að boð um að keppa á Ólympíuleikunum væri ruslpóstur 8. febrúar 2018 23:00 Caroline Park á fullri ferð. vísir/getty Kanadískur læknanemi er í íshokkíliði sameinaðrar Kóreu sem keppir á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang en minnstu munaði að hún hefði aldrei þegið boð um að komast í liðið. Caroline Park var einn af betri leikmönnum háskóladeildar kvenna í Bandaríkjunum en hún spilaði með Princeton þar sem hún gekk í skóla. Park er af kóresku bergi brotin en báðir foreldrar hennar eru frá Suður-Kóreu. Þau fluttust til Kanada áður en Park fæddist. Árið 2013 fékk Park tölvupóst þar sem henni var boðið að koma á æfingar með Kóreuliðinu en hún var fljót að henda póstinum í ruslmöppuna. „Ég hélt að þetta væri ruslpóstur (e. Spam). Mér datt ekki í hug að það væri einhver alvara á bakvið þetta. Það var ekki fyrr en síðar að ég heyrði af annarri stúlku sem spilar í Kanada var boðið og þá hugsaði ég nú að þetta gæti verið alvöru boð,“ segir Park í viðtali við BBC. Park þáði á endanum boðið og var fljót að vinna sér inn sæti í liðinu enda frábær leikmaður sem fékk mörg einstaklingsverðlaun á 102 leikja ferli sínum með Princeton Tigers í bandarísku háskóladeildinni. „Þetta verður frábær stund,“ segir Park sem hlakkar mikið til að spila með þessu sameinaða liði, en það er bara í íshokkí sem Kóreuþjóðirnar tvær leika saman. „Við erum tólf leikmenn sem erum orðnir samherjar og það hefur bara verið frábært að hitta þessar stelpur, heyra sögur þeirra og spila smá íshokkí með þeim,“ segir Caroline Park. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Kanadískur læknanemi er í íshokkíliði sameinaðrar Kóreu sem keppir á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang en minnstu munaði að hún hefði aldrei þegið boð um að komast í liðið. Caroline Park var einn af betri leikmönnum háskóladeildar kvenna í Bandaríkjunum en hún spilaði með Princeton þar sem hún gekk í skóla. Park er af kóresku bergi brotin en báðir foreldrar hennar eru frá Suður-Kóreu. Þau fluttust til Kanada áður en Park fæddist. Árið 2013 fékk Park tölvupóst þar sem henni var boðið að koma á æfingar með Kóreuliðinu en hún var fljót að henda póstinum í ruslmöppuna. „Ég hélt að þetta væri ruslpóstur (e. Spam). Mér datt ekki í hug að það væri einhver alvara á bakvið þetta. Það var ekki fyrr en síðar að ég heyrði af annarri stúlku sem spilar í Kanada var boðið og þá hugsaði ég nú að þetta gæti verið alvöru boð,“ segir Park í viðtali við BBC. Park þáði á endanum boðið og var fljót að vinna sér inn sæti í liðinu enda frábær leikmaður sem fékk mörg einstaklingsverðlaun á 102 leikja ferli sínum með Princeton Tigers í bandarísku háskóladeildinni. „Þetta verður frábær stund,“ segir Park sem hlakkar mikið til að spila með þessu sameinaða liði, en það er bara í íshokkí sem Kóreuþjóðirnar tvær leika saman. „Við erum tólf leikmenn sem erum orðnir samherjar og það hefur bara verið frábært að hitta þessar stelpur, heyra sögur þeirra og spila smá íshokkí með þeim,“ segir Caroline Park.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira