Flugvél með einni þekktustu íþróttakonu heims á leið á ÓL fékk ekki að fara á loft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 12:30 Lindsey Vonn. Vísir/Getty Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari og ein þekktasta íþróttakona heims. Hún er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika en það hefur ekki gengið snuðrulaust að komast til Suður-Kóreu. Vonn sagði frá því á Twitter að flugvélin sem átti að fara með hana til Seoul í Suður-Kóreu hafi ekki fengið leyfi til að fara á loft. Farþegarnir, sumir líka að fara að keppa á Ólympíuleikunum, þurftu því að hanga út í vél í tvo klukkutíma áður en þeir fóru aftur frá borði.Well hopefully we get to Korea....apparently we don’t have the right documents to fly??? About 2 hours on the plane so far and just siting at the gate. Some Germans and Italians on the plane too. @lufthansa#canweflynowplease — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lufthansa flugfélagið fór síðan í það verkefni að finna aðra flugvél til að flytja alla farþegana rétta leið til Suður-Kóreu. Það var örugglega ekki auðvelt enda eru margir að fljúga þangað þessa dagana. Vonn kom aftur inn á Twitter og spurði hversu lengi fólk héldi að það myndi taka hana að komast á Ólympíusvæðið í Pyeongchang. Hún vonaðist nú til að ná setningarhátíðinni sem verður á föstudaginn. Flugið er rúmlega tíu tímar, það er þegar flugvélin kemst loksins í loftið. Það tókst ekki fyrr en eftir sex tíma.Well we are now off the plane... they are trying to find a new plane and hope to take off in an hour... how many hours, door to door, will it take me to get to Seoul? — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 After over 6 hours of hanging out at the gate, we’re off!! See you in another 10 hours Korea! — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lindsey Vonn vann Ólympíugull á leikunum í Vancouver fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum í Sotsjí vegna meiðsla. Vonna hefur verið í frábæru formi að undanförnu og er búin að vinna fimm af síðustu átta keppnum sínum þar af þeim tveimur síðustu fyrir Ólympíuleikanna í Pyeongchang. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari og ein þekktasta íþróttakona heims. Hún er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika en það hefur ekki gengið snuðrulaust að komast til Suður-Kóreu. Vonn sagði frá því á Twitter að flugvélin sem átti að fara með hana til Seoul í Suður-Kóreu hafi ekki fengið leyfi til að fara á loft. Farþegarnir, sumir líka að fara að keppa á Ólympíuleikunum, þurftu því að hanga út í vél í tvo klukkutíma áður en þeir fóru aftur frá borði.Well hopefully we get to Korea....apparently we don’t have the right documents to fly??? About 2 hours on the plane so far and just siting at the gate. Some Germans and Italians on the plane too. @lufthansa#canweflynowplease — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lufthansa flugfélagið fór síðan í það verkefni að finna aðra flugvél til að flytja alla farþegana rétta leið til Suður-Kóreu. Það var örugglega ekki auðvelt enda eru margir að fljúga þangað þessa dagana. Vonn kom aftur inn á Twitter og spurði hversu lengi fólk héldi að það myndi taka hana að komast á Ólympíusvæðið í Pyeongchang. Hún vonaðist nú til að ná setningarhátíðinni sem verður á föstudaginn. Flugið er rúmlega tíu tímar, það er þegar flugvélin kemst loksins í loftið. Það tókst ekki fyrr en eftir sex tíma.Well we are now off the plane... they are trying to find a new plane and hope to take off in an hour... how many hours, door to door, will it take me to get to Seoul? — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 After over 6 hours of hanging out at the gate, we’re off!! See you in another 10 hours Korea! — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lindsey Vonn vann Ólympíugull á leikunum í Vancouver fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum í Sotsjí vegna meiðsla. Vonna hefur verið í frábæru formi að undanförnu og er búin að vinna fimm af síðustu átta keppnum sínum þar af þeim tveimur síðustu fyrir Ólympíuleikanna í Pyeongchang.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira