Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 20:08 Rob Porter ásamt John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Vísir/Getty Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira