Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Ritstjórn skrifar 7. febrúar 2018 17:45 Glamour/Getty Á tískuvikunni hingað til hafa fyrirsætur ekki verið með neinn almennilegan stað til að skipta um föt, og hafa þessvegna þurft að gera það fyrir allra augum. En nú hafa samtök fatahönnuða (CFDA) unnið með samtökum fyrirsæta (Model Alliance) að því að fá alvöru búningsklefa og góðar aðstæður fyrir fyrirsætur baksviðs. Aðstæður fyrirsæta á tískuvikunni hafa ekki verið góðar hingað til, en unnið er að því að bæta þær. Baksviðs á tískuvikunni er mikil mannmergð, þar sem ljósmyndarar, förðunarfræðingar og hönnuðir og aðstoðarmenn koma saman fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Fyrirsætur hafa gagnrýnt þá ljósmyndun sem fer fram á staðnum, þær séu ekki spurðar um leyfi og oft eru teknar myndir af þeim þegar þær eru að skipta um föt. Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa tekið svona langan tíma, þar sem friður til að skipta um föt ætti að vera sjálfsagður, þá sérstaklega í aðstæðum sem þessum. En þetta er svo sannarlega skref í rétta átt, það mætti bara ganga hraðar. Mest lesið Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Danskt brúðkaup Pernille Teisbæk Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Millie Bobby Brown skrifar undir fyrirsætusamning Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour Geysir bætir við sig verslun á Skólavörðustíg Glamour Beyoncé hvatti Serenu Williams til dáða á Wimbledon Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour
Á tískuvikunni hingað til hafa fyrirsætur ekki verið með neinn almennilegan stað til að skipta um föt, og hafa þessvegna þurft að gera það fyrir allra augum. En nú hafa samtök fatahönnuða (CFDA) unnið með samtökum fyrirsæta (Model Alliance) að því að fá alvöru búningsklefa og góðar aðstæður fyrir fyrirsætur baksviðs. Aðstæður fyrirsæta á tískuvikunni hafa ekki verið góðar hingað til, en unnið er að því að bæta þær. Baksviðs á tískuvikunni er mikil mannmergð, þar sem ljósmyndarar, förðunarfræðingar og hönnuðir og aðstoðarmenn koma saman fyrir sýningu og á meðan henni stendur. Fyrirsætur hafa gagnrýnt þá ljósmyndun sem fer fram á staðnum, þær séu ekki spurðar um leyfi og oft eru teknar myndir af þeim þegar þær eru að skipta um föt. Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa tekið svona langan tíma, þar sem friður til að skipta um föt ætti að vera sjálfsagður, þá sérstaklega í aðstæðum sem þessum. En þetta er svo sannarlega skref í rétta átt, það mætti bara ganga hraðar.
Mest lesið Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Danskt brúðkaup Pernille Teisbæk Glamour Það var ást við fyrstu sýn hjá Jared Leto og Gucci Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Millie Bobby Brown skrifar undir fyrirsætusamning Glamour Samantha Jones fær mögulega sinn eigin þátt Glamour Geysir bætir við sig verslun á Skólavörðustíg Glamour Beyoncé hvatti Serenu Williams til dáða á Wimbledon Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour