Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarþjálfari hans Gunnar Magnússon. Vísir/Vílhelm Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira