Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2018 17:15 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita