„Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2018 13:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig. Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig.
Veður Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira