Minnisblað Demókrata sent til Trump Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 23:46 Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins. Vísir/AFP Þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál hefur ákveðið að opinbera minnisblað Demókrata, sem er svar þeirra við umdeildu minnisblaði Devin Nunes. Minnisblaðið fer því á skrifborð Donald Trump sem hefur fimm daga til að staðfesta ákvörðun nefndarinnar eða koma í veg fyrir birtingu minnisblaðsins.Nunes heldur því fram í minnisblaði sínu að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi beitt óheiðarlegum aðferðum til þess að fá heimildir til þess að hlera Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Donald Trump. Adam Schiff og aðrir Demókratar í nefndinni segja hins vegar að Nunes hafi sérvalið upplýsingar úr tuga blaðsíðna heimildarbeiðni FBI til þess að styðja við ásakanir sínar og sleppt því að nefna aðrar upplýsingar. Schiff tilkynnti ákvörðun nefndarinnar nú í kvöld og sagði árásir Trump og stuðningsmanna hans á FBI vera til marks um örvæntingu á meðal þeirra. Hann sagðist telja að þetta muni hjálpa til við að upplýsa almenning um afbökun sannleikans og rangfærslur í minnisblaði Nunes.Það er þó alls ekki víst að Trump muni styðja birtingu minnisblaðsins. Hann hefur haldið því fram að minnisblaði Nunes hafi hreinsað sig af ásökunum. Þá birti hann tíst í dag þar sem hann sakaði Schiff um að leka upplýsingum frá fundum nefndarinnar til fjölmiðla. „Litli Adam Schiff, sem er dauðlangar að bjóða sig fram til hærri stöðu, er einn af stærstu lygurum og lekurum Washington, hann er þarna efst uppi með Comey, Warner, Brennan og Clapper! Adam yfirgefur lokaða nefndarfundi til þess að leka leynilegum upplýsingum með ólöglegum hætti. Verður að vera stöðvaður,“ skrifaði Trump í dag. Skömmu seinna fór hann fögrum orðum um Nunes og sagði hann heiðarlegan og harðgerðan mann. Trump sagðist vonast til þess að hann yrði viðurkenndur sem sú bandaríska hetja sem hann væri.Little Adam Schiff, who is desperate to run for higher office, is one of the biggest liars and leakers in Washington, right up there with Comey, Warner, Brennan and Clapper! Adam leaves closed committee hearings to illegally leak confidential information. Must be stopped!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 5, 2018 Representative Devin Nunes, a man of tremendous courage and grit, may someday be recognized as a Great American Hero for what he has exposed and what he has had to endure!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál hefur ákveðið að opinbera minnisblað Demókrata, sem er svar þeirra við umdeildu minnisblaði Devin Nunes. Minnisblaðið fer því á skrifborð Donald Trump sem hefur fimm daga til að staðfesta ákvörðun nefndarinnar eða koma í veg fyrir birtingu minnisblaðsins.Nunes heldur því fram í minnisblaði sínu að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi beitt óheiðarlegum aðferðum til þess að fá heimildir til þess að hlera Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Donald Trump. Adam Schiff og aðrir Demókratar í nefndinni segja hins vegar að Nunes hafi sérvalið upplýsingar úr tuga blaðsíðna heimildarbeiðni FBI til þess að styðja við ásakanir sínar og sleppt því að nefna aðrar upplýsingar. Schiff tilkynnti ákvörðun nefndarinnar nú í kvöld og sagði árásir Trump og stuðningsmanna hans á FBI vera til marks um örvæntingu á meðal þeirra. Hann sagðist telja að þetta muni hjálpa til við að upplýsa almenning um afbökun sannleikans og rangfærslur í minnisblaði Nunes.Það er þó alls ekki víst að Trump muni styðja birtingu minnisblaðsins. Hann hefur haldið því fram að minnisblaði Nunes hafi hreinsað sig af ásökunum. Þá birti hann tíst í dag þar sem hann sakaði Schiff um að leka upplýsingum frá fundum nefndarinnar til fjölmiðla. „Litli Adam Schiff, sem er dauðlangar að bjóða sig fram til hærri stöðu, er einn af stærstu lygurum og lekurum Washington, hann er þarna efst uppi með Comey, Warner, Brennan og Clapper! Adam yfirgefur lokaða nefndarfundi til þess að leka leynilegum upplýsingum með ólöglegum hætti. Verður að vera stöðvaður,“ skrifaði Trump í dag. Skömmu seinna fór hann fögrum orðum um Nunes og sagði hann heiðarlegan og harðgerðan mann. Trump sagðist vonast til þess að hann yrði viðurkenndur sem sú bandaríska hetja sem hann væri.Little Adam Schiff, who is desperate to run for higher office, is one of the biggest liars and leakers in Washington, right up there with Comey, Warner, Brennan and Clapper! Adam leaves closed committee hearings to illegally leak confidential information. Must be stopped!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 5, 2018 Representative Devin Nunes, a man of tremendous courage and grit, may someday be recognized as a Great American Hero for what he has exposed and what he has had to endure!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00